Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 3,4 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 207 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 100 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra. Fréttirnar þykja góðar í ljósi þess að bankinn afskrifaði 1,6 milljarða dala lán vegna óróleika á bandarískum fasteignamarkaði.
Þetta er sömuleiðis talsvert önnur afkoma en aðrir bandarískir bankar hafa sýnt fram til þessa á þriðja ársfjórðungi en óróleiki á fjármálamörkuðum, sem rót á í vandræðum á bandarískum fasteignalánamarkaði, setti skarð í afkomu þeirra.