Kallað eftir vandaðri umræðu Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heildarsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætlun sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta samstarfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda.Árangur ríkisstjórnarinnar Eins og öllum er ljóst tók þessi fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar sem eingöngu er skipuð vinstri flokkum við erfiðara verkefni en nokkur önnur hafði gert áður. Árangurinn hefur kostað aðhald í rekstri og jafnframt aga í fjármögnun samneyslunnar sem okkur er svo mikilvæg. Nú sjáum við að atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt, verðbólga er í rénun og hagvöxtur með því mesta sem gerist í Evrópu. Samhliða þessu hafa breytingar á skatta- og bótakerfi orðið til þess að auka jöfnuð meðal landsmanna – og þar með náð að snúa frá aukinni misskiptingu sem var við lýði mestan hluta hins meinta góðæristíma. Andstæðingum ríkisstjórnarinnar er ljósara en nokkrum öðrum að ef næstu alþingiskosningar snúast um árangur ríkisstjórnarinnar, þá mun vinstri flokkunum ganga vel. Það þjónar því tilgangi hrunflokkanna að láta kosningabaráttuna snúast um allt annað en raunverulegan árangur og málefni – það er þeim í hag að drepa umræðunni á dreif í upphrópunum og gífuryrðum. Þar þurfum við að halda vöku okkar og hugsa um heildarmyndina.Sama rót Eins og við er að búast á umbrotatímum hefur stundum gustað um samstarf ríkisstjórnarflokkanna og andstæðingar ríkisstjórnarinnar tekið því fagnandi í sínum áróðursritum á vef og prenti. Þrátt fyrir þau ágreiningsmál sem upp hafa komið á tímabilinu, þá hefur samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrst og fremst verið með eindæmum gott – enda sýna verkin merkin. Báðir flokkarnir byggja á sömu rót. Stefnu sem snýst um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað talið sig geta rekið fleyg á milli flokkanna – og skiptir þar ekki mestu máli hvort meintur ágreiningur á við rök að styðjast. Eftir því sem nær dregur kosningum má búast við því að bæti nokkuð í moldviðri af þessu tagi enda miklir valdahagsmunir í húfi. Þá ríður á að hvika hvergi, heldur safna liði og snúa bökum saman.Ólíkar áherslur Á dögunum þótti í frásögur færandi að tveir ráðherrar Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun að ræða bæri stöðuna í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og þá staðreynd að áform um að leggja fullbúinn samning fyrir þjóðina virðast ekki ganga eftir á kjörtímabilinu. Einnig var staða mála í Evrópu nefnd, efnahagslegir erfiðleikar í álfunni og blikur á lofti um þróun og hlutverk evrunnar. Þótti sumum þetta sýna alvarlegan ágreining á stjórnarheimilinu. Því fer fjarri. Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins hefur verið lögð áhersla á að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að ESB – eins og tilheyrir í góðu samstarfi. Ólík afstaða flokkanna til ESB-aðildar er sennilega einn helsti styrkur aðildarviðræðnanna, grundvallaratriði sem á að geta orðið til þess að umræða um mögulega aðild verði upplýst og ólíkum sjónarmiðum gert jafnhátt undir höfði. Í samstarfsyfirlýsingunni stendur jafnframt að ákvörðun um aðild að ESB skuli vera í höndum þjóðarinnar, sem muni greiða atkvæði um aðild að loknum aðildarviðræðum. Þetta er sjálfsögð lýðræðiskrafa og mikilvægt að taka hana fram: Þjóðin á alltaf að eiga síðasta orðið.Greinargóðir kostir Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að aðildarviðræðum lýkur ekki á þessu kjörtímabili. Það stefnir í að mikilvægir samningskaflar verði enn á huldu á komandi vori. Þegar stefnir í að ekki verði unnt að greiða atkvæði um fullbúinn samning fyrir alþingiskosningar þarf að ræða málið. Auðvitað. Allt alþjóðasamstarf er viðvarandi verkefni og þarf að vera í stöðugri mótun og endurskoðun. Svo afdrifaríkur ferill sem nú stendur yfir eins og aðildarumsókn að ESB er þar ekki undanskilinn. Ég hef orðið vör við það undanfarnar vikur og mánuði að mjög víða í samfélaginu er kallað eftir skynsemi og yfirvegun í umræðuna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlýtur að vilja opna umræðu um svo flókið mál og Samfylkingin einnig. Þjóðin þarf að fá skýra spurningu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Sú umræða fer fram innan flokka og milli stjórnmálaflokka, sérstaklega stjórnarflokkanna eins og málum er háttað. Umræðan þarf ekki síður að eiga sér stað í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, hún þarf að byggja á staðreyndum og heildarmati. Einfaldar upphrópanir og gífuryrði eru hvorki til upplýsingar né í anda lýðræðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Árangur í efnahagsmálum er mikilvægt framlag ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar íslensks þjóðfélags, en fjarri því að vera það eina. Heildarsýn á verkefni yfirstandandi kjörtímabils hefur frá upphafi birst í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, löngu og ítarlegu skjali, metnaðarfullri verkáætlun sem spannar vítt svið. Þegar líður á seinni hluta kjörtímabils er ánægjulegt að fletta samstarfsyfirlýsingunni og átta sig á því hversu stórum hluta þeirra verkefna sem upp eru talin hefur verið komið til framkvæmda.Árangur ríkisstjórnarinnar Eins og öllum er ljóst tók þessi fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar sem eingöngu er skipuð vinstri flokkum við erfiðara verkefni en nokkur önnur hafði gert áður. Árangurinn hefur kostað aðhald í rekstri og jafnframt aga í fjármögnun samneyslunnar sem okkur er svo mikilvæg. Nú sjáum við að atvinnuleysi minnkar jafnt og þétt, verðbólga er í rénun og hagvöxtur með því mesta sem gerist í Evrópu. Samhliða þessu hafa breytingar á skatta- og bótakerfi orðið til þess að auka jöfnuð meðal landsmanna – og þar með náð að snúa frá aukinni misskiptingu sem var við lýði mestan hluta hins meinta góðæristíma. Andstæðingum ríkisstjórnarinnar er ljósara en nokkrum öðrum að ef næstu alþingiskosningar snúast um árangur ríkisstjórnarinnar, þá mun vinstri flokkunum ganga vel. Það þjónar því tilgangi hrunflokkanna að láta kosningabaráttuna snúast um allt annað en raunverulegan árangur og málefni – það er þeim í hag að drepa umræðunni á dreif í upphrópunum og gífuryrðum. Þar þurfum við að halda vöku okkar og hugsa um heildarmyndina.Sama rót Eins og við er að búast á umbrotatímum hefur stundum gustað um samstarf ríkisstjórnarflokkanna og andstæðingar ríkisstjórnarinnar tekið því fagnandi í sínum áróðursritum á vef og prenti. Þrátt fyrir þau ágreiningsmál sem upp hafa komið á tímabilinu, þá hefur samstarf Vinstri grænna og Samfylkingar fyrst og fremst verið með eindæmum gott – enda sýna verkin merkin. Báðir flokkarnir byggja á sömu rót. Stefnu sem snýst um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað talið sig geta rekið fleyg á milli flokkanna – og skiptir þar ekki mestu máli hvort meintur ágreiningur á við rök að styðjast. Eftir því sem nær dregur kosningum má búast við því að bæti nokkuð í moldviðri af þessu tagi enda miklir valdahagsmunir í húfi. Þá ríður á að hvika hvergi, heldur safna liði og snúa bökum saman.Ólíkar áherslur Á dögunum þótti í frásögur færandi að tveir ráðherrar Vinstri grænna lýstu þeirri skoðun að ræða bæri stöðuna í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og þá staðreynd að áform um að leggja fullbúinn samning fyrir þjóðina virðast ekki ganga eftir á kjörtímabilinu. Einnig var staða mála í Evrópu nefnd, efnahagslegir erfiðleikar í álfunni og blikur á lofti um þróun og hlutverk evrunnar. Þótti sumum þetta sýna alvarlegan ágreining á stjórnarheimilinu. Því fer fjarri. Frá upphafi ríkisstjórnarsamstarfsins hefur verið lögð áhersla á að flokkarnir virði ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að ESB – eins og tilheyrir í góðu samstarfi. Ólík afstaða flokkanna til ESB-aðildar er sennilega einn helsti styrkur aðildarviðræðnanna, grundvallaratriði sem á að geta orðið til þess að umræða um mögulega aðild verði upplýst og ólíkum sjónarmiðum gert jafnhátt undir höfði. Í samstarfsyfirlýsingunni stendur jafnframt að ákvörðun um aðild að ESB skuli vera í höndum þjóðarinnar, sem muni greiða atkvæði um aðild að loknum aðildarviðræðum. Þetta er sjálfsögð lýðræðiskrafa og mikilvægt að taka hana fram: Þjóðin á alltaf að eiga síðasta orðið.Greinargóðir kostir Nú liggur nokkuð ljóst fyrir að aðildarviðræðum lýkur ekki á þessu kjörtímabili. Það stefnir í að mikilvægir samningskaflar verði enn á huldu á komandi vori. Þegar stefnir í að ekki verði unnt að greiða atkvæði um fullbúinn samning fyrir alþingiskosningar þarf að ræða málið. Auðvitað. Allt alþjóðasamstarf er viðvarandi verkefni og þarf að vera í stöðugri mótun og endurskoðun. Svo afdrifaríkur ferill sem nú stendur yfir eins og aðildarumsókn að ESB er þar ekki undanskilinn. Ég hef orðið vör við það undanfarnar vikur og mánuði að mjög víða í samfélaginu er kallað eftir skynsemi og yfirvegun í umræðuna. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hlýtur að vilja opna umræðu um svo flókið mál og Samfylkingin einnig. Þjóðin þarf að fá skýra spurningu til að svara. Greinargóða kosti að fjalla um. Það er kallað eftir vandaðri umræðu og það er okkar hlutverk að stuðla að henni. Sú umræða fer fram innan flokka og milli stjórnmálaflokka, sérstaklega stjórnarflokkanna eins og málum er háttað. Umræðan þarf ekki síður að eiga sér stað í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, hún þarf að byggja á staðreyndum og heildarmati. Einfaldar upphrópanir og gífuryrði eru hvorki til upplýsingar né í anda lýðræðis.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar