Dagur í lífi... Gísla Reynissonar, forstjóra Nordic Partners 16. október 2007 16:26 Klukkan tvö síðdegis á mánudaginn skaust Gísli út í bakarí að kaupa sér morgunmat. Á leiðinni í bílnum sinnti hann vinnusímtölum, enda dagurinn erilsamur. Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelkeðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauðsynlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30„Pabbi, hvað er í matinn?" spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dagsins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki. Markaðir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelkeðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauðsynlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30„Pabbi, hvað er í matinn?" spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dagsins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki.
Markaðir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira