Framsóknarmenn æfir út í Hallgrím Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 12:16 Guðfinna vandar Hallgrími ekki kveðjurnar og segir nýtt ljóð hans argasti dónaskapur. Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira