Fáleikar með Danaprinsum Óli Tynes skrifar 17. október 2007 13:28 Friðrik krónprins og Jóakim bróðir hans. Danska Extra Bladet heldur því fram að kalt sé milli þeirra bræðra Friðriks krónprins og Jóakims. Blaðið segir að síðastliðin þrjú ár hafi þeir ekki hist nema það hafi verið nauðsynlegt vegna opinberra athafna. Það er mikil breyting frá árum áður þegar bræðurnir máttu ekki hvor af öðrum sjá. Extra Bladet nefnir sem dæmi að alltaf þegar Friðrik keppti í siglingum hafi Jóakim verið þar og alltaf þegar Jóakim keppti í kappakstri var Friðrik þar. Það heyrir sögunni til. Þá vakti það sérstaka athygli fjölmiðla að þegar Jóakim tilkynnti um trúlofun sína í síðasta mánuði mættu hvorki Friðrik né Mary krónprinsessa í morgunverðarboð sem Jóakim hélt til þess að kynna fjölskyldurnar.Orð sem hafa fallið í fréttaviðtölum þykja renna stoðum undir að fátt sé með þeim bræðrum. Hin franska Marie, kærasta Jóakims var þannig spurð hvort hún gæti eitthvað lært af Mary krónprinsessu. Hún svaraði: "Ég hef hitt hana, en ég þekki hana ekki svo vel að ég geti sagt hvort ég geti eitthvað lært af henni.Friðrik krónprins sagði sjálfur um Marie; "Með tíð og tíma á mér sjálfsagt eftir að líka betur og betur við hana." Marie hefur verið kærasta Jóakims í tvö ár, en kunningsskapurinn er semsagt enginn.Menn velta því auðvitað fyrir sér hvað gerðist. Hversvegna kólnaði svo milli prinsanna. Bent er á að fyrst hafi farið að bera á þessu fyrir þremur árum. Það var einmitt þegar Jóakim skildi við Alexöndru eiginkonu sína.Vitað er að Friðrik líkaði mjög vel við Alexöndru og milli þeirra var góð vinátta. Hugsanlegt er talið að þangað megi rekja ósætti bræðranna í dag. Erlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Danska Extra Bladet heldur því fram að kalt sé milli þeirra bræðra Friðriks krónprins og Jóakims. Blaðið segir að síðastliðin þrjú ár hafi þeir ekki hist nema það hafi verið nauðsynlegt vegna opinberra athafna. Það er mikil breyting frá árum áður þegar bræðurnir máttu ekki hvor af öðrum sjá. Extra Bladet nefnir sem dæmi að alltaf þegar Friðrik keppti í siglingum hafi Jóakim verið þar og alltaf þegar Jóakim keppti í kappakstri var Friðrik þar. Það heyrir sögunni til. Þá vakti það sérstaka athygli fjölmiðla að þegar Jóakim tilkynnti um trúlofun sína í síðasta mánuði mættu hvorki Friðrik né Mary krónprinsessa í morgunverðarboð sem Jóakim hélt til þess að kynna fjölskyldurnar.Orð sem hafa fallið í fréttaviðtölum þykja renna stoðum undir að fátt sé með þeim bræðrum. Hin franska Marie, kærasta Jóakims var þannig spurð hvort hún gæti eitthvað lært af Mary krónprinsessu. Hún svaraði: "Ég hef hitt hana, en ég þekki hana ekki svo vel að ég geti sagt hvort ég geti eitthvað lært af henni.Friðrik krónprins sagði sjálfur um Marie; "Með tíð og tíma á mér sjálfsagt eftir að líka betur og betur við hana." Marie hefur verið kærasta Jóakims í tvö ár, en kunningsskapurinn er semsagt enginn.Menn velta því auðvitað fyrir sér hvað gerðist. Hversvegna kólnaði svo milli prinsanna. Bent er á að fyrst hafi farið að bera á þessu fyrir þremur árum. Það var einmitt þegar Jóakim skildi við Alexöndru eiginkonu sína.Vitað er að Friðrik líkaði mjög vel við Alexöndru og milli þeirra var góð vinátta. Hugsanlegt er talið að þangað megi rekja ósætti bræðranna í dag.
Erlent Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira