Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2010 09:03 Sölumaður fasteigna sem var dæmdur nýtur nafnleyndar samkvæmt ákvörðun dómara Mynd úr safni AFP Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu. Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu.
Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00