Veðmálasíða neyddist til þess að lækka stuðulinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2014 07:15 Úr leik Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla síðastliðið sumar. Leikmennirnir á myndinni tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Mynd/Eyjólfur Garðarsson Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að einn leikmanna Dalvíkur/Reynis hafi viðurkennt fyrir formanni knattspyrnudeildar félagsins að hafa veðjað á að Þór myndi vinna að minnsta kosti þriggja marka sigur. Svo fór að Þór vann 7-0 sigur. Á sínum tíma komu fram ásakanir um að leikmenn Þórs hefðu veðjað á leikinn en því hafa forráðamenn félagsins staðfastlega neitað, sem og leikmennirnir sjálfir. Hins vegar liggur fyrir að óeðlilega var lagt undir á minnst þriggja marka sigur Þórs á erlendri vefsíðu. „Íslenskar getraunir eru í samtökum veðmálafyrirtækja í Evrópu sem starfrækja eftirlitskerfi, ELMS. Þegar þessar fréttir komu fyrst fram höfðum við samband við þessi samtök og í ljós kom að óeðlilegar háar upphæðir voru lagðar á þetta ákveðna veðmál,“ segir Pétur Hrafn sem hafði þó ekki nákvæmar upplýsingar um upphæðir sem lagðar voru að veði. „Þær voru þó það háar að viðkomandi veðmálasíða lækkaði stuðulinn á veðmálinu. Alla jafna þarf töluvert mikið til að það sé gert,“ bætir hann við.KSÍ ítrekar beiðni sína Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið muni aftur óska eftir upplýsingum frá forráðamönnum Dalvíkur/Reynis um umræddan leik. „Það kemur mér undarlega fyrir sjónir að KSÍ fái þessar upplýsingar fyrst í gegnum fjölmiðla. Ekki síst þar sem ég óskaði eftir upplýsingum á sínum tíma,“ sagði Þórir og vísaði til umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í gær. Hann segir að KSÍ muni ekki koma með frekari viðbrögð vegna þessa máls fyrr en það hafi fengið svar frá Dalvík/Reyni. Hann ítrekaði þó að viðkomandi leikmanni er óheimilt að veðja á leiki liðs síns en slíkt athæfi er refsivert samkvæmt reglum KSÍ. Þórir vildi heldur ekki svara hvort þetta tiltekna mál varpaði skugga á íslenska knattspyrnu. „Um það vil ég ekki dæma að svo stöddu. En það er vissulega ákveðinn blettur á knattspyrnunni ef menn brjóta gegn þeim reglum sem ríkja.“ Áður hefur komið fram að Dalvík/Reynir hafnaði ósk KSÍ um aðstoð við rannsókn þess á umræddum leik eftir að ásakanirnar komu fyrst fram í lok janúar. Þórir segir að þær nýju upplýsingar sem nú hafa komið fram breyti ekki afstöðu hans til neitunar norðanmanna.Formaðurinn tjáir sig ekki Fréttablaðið hafði einnig samband við Kristján Ólafsson, formann UMF Svarfdæla, en knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis er starfrækt undir félaginu. „Stjórnin mun ekki skipta sér af þessu máli að svo stöddu,“ sagði Kristján og vildi ekki svara hvort hann teldi að umræddur leikmaður hafi teflt heiðri félagsins í hættu með því að veðja á tap liðsfélaga sinna. Fram kom í máli Stefáns Garðars Níelssonar, formanns knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, í gær að viðkomandi leikmaður hafi ekki verið beinn þátttakandi í leiknum né heldur í leikjum liðsins á Íslandsmótinu í sumar. Dalvík/Reynir leikur í 2. deild karla. Hann neitaði að gefa upp nafn leikmannsins. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00 Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Töluvert hærri upphæðir voru lagðar undir á leik Þórs og Dalvíkur/Reynis í Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar síðastliðinn en eðlilegt getur talist. Þetta staðfesti Pétur Hrafn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Íslenskum getraunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að einn leikmanna Dalvíkur/Reynis hafi viðurkennt fyrir formanni knattspyrnudeildar félagsins að hafa veðjað á að Þór myndi vinna að minnsta kosti þriggja marka sigur. Svo fór að Þór vann 7-0 sigur. Á sínum tíma komu fram ásakanir um að leikmenn Þórs hefðu veðjað á leikinn en því hafa forráðamenn félagsins staðfastlega neitað, sem og leikmennirnir sjálfir. Hins vegar liggur fyrir að óeðlilega var lagt undir á minnst þriggja marka sigur Þórs á erlendri vefsíðu. „Íslenskar getraunir eru í samtökum veðmálafyrirtækja í Evrópu sem starfrækja eftirlitskerfi, ELMS. Þegar þessar fréttir komu fyrst fram höfðum við samband við þessi samtök og í ljós kom að óeðlilegar háar upphæðir voru lagðar á þetta ákveðna veðmál,“ segir Pétur Hrafn sem hafði þó ekki nákvæmar upplýsingar um upphæðir sem lagðar voru að veði. „Þær voru þó það háar að viðkomandi veðmálasíða lækkaði stuðulinn á veðmálinu. Alla jafna þarf töluvert mikið til að það sé gert,“ bætir hann við.KSÍ ítrekar beiðni sína Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið muni aftur óska eftir upplýsingum frá forráðamönnum Dalvíkur/Reynis um umræddan leik. „Það kemur mér undarlega fyrir sjónir að KSÍ fái þessar upplýsingar fyrst í gegnum fjölmiðla. Ekki síst þar sem ég óskaði eftir upplýsingum á sínum tíma,“ sagði Þórir og vísaði til umfjöllunar Fréttablaðsins um málið í gær. Hann segir að KSÍ muni ekki koma með frekari viðbrögð vegna þessa máls fyrr en það hafi fengið svar frá Dalvík/Reyni. Hann ítrekaði þó að viðkomandi leikmanni er óheimilt að veðja á leiki liðs síns en slíkt athæfi er refsivert samkvæmt reglum KSÍ. Þórir vildi heldur ekki svara hvort þetta tiltekna mál varpaði skugga á íslenska knattspyrnu. „Um það vil ég ekki dæma að svo stöddu. En það er vissulega ákveðinn blettur á knattspyrnunni ef menn brjóta gegn þeim reglum sem ríkja.“ Áður hefur komið fram að Dalvík/Reynir hafnaði ósk KSÍ um aðstoð við rannsókn þess á umræddum leik eftir að ásakanirnar komu fyrst fram í lok janúar. Þórir segir að þær nýju upplýsingar sem nú hafa komið fram breyti ekki afstöðu hans til neitunar norðanmanna.Formaðurinn tjáir sig ekki Fréttablaðið hafði einnig samband við Kristján Ólafsson, formann UMF Svarfdæla, en knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis er starfrækt undir félaginu. „Stjórnin mun ekki skipta sér af þessu máli að svo stöddu,“ sagði Kristján og vildi ekki svara hvort hann teldi að umræddur leikmaður hafi teflt heiðri félagsins í hættu með því að veðja á tap liðsfélaga sinna. Fram kom í máli Stefáns Garðars Níelssonar, formanns knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, í gær að viðkomandi leikmaður hafi ekki verið beinn þátttakandi í leiknum né heldur í leikjum liðsins á Íslandsmótinu í sumar. Dalvík/Reynir leikur í 2. deild karla. Hann neitaði að gefa upp nafn leikmannsins.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00 Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00 Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Íslenskur leikmaður veðjaði á úrslit eigin liðs Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að leikmaður félagsins hefur viðurkennt að hafa veðjað á úrslit eigin liðs í janúar síðastliðnum. 5. júní 2014 07:00
Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Forráðamenn Þórs voru reiðubúnir að skrifa undir öll skjöl en Dalvík/Reynir neitaði þátttöku. 4. júní 2014 12:00
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30