Erlent

Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu

Andri Eysteinsson skrifar
Slysið varð skömmu eftir flugtak frá Havana
Slysið varð skömmu eftir flugtak frá Havana Vísir/AFP
Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu í kjölfar flugslyssins sem varð á leið frá Havana, höfuðborgar Kúbu til borgarinnar Holguin í austur hluta landsins í gær.

Þetta kemur fram á vef Reuters. Yfir 100 manns létust en 3 hafa nú verið færðir á spítala og liggja þar þungt haldnir.



Unnið er að því að bera kennsl á hina látnu.

Miguel Diaz-Canel, nýr forseti Kúbu, sagði við fjölmiðla að rannsókn yfirvalda á tildrögum slyssins væri hafin.

Slysið varð á Boeing 737-201 vél flugfélagsins Cubana sem var í láni frá Mexíkóska félaginu Damojh.

Vélin sem var smíðuð árið 1979 hafði gengið í gegnum skoðun í nóvember síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Yfir hundrað létust í flugslysinu á Kúbu

Viðbragðsaðilar náðu að koma þremur farþegum til bjargar en þeir voru dregnir úr flaki flugvélarinnar. Þeir liggja nú þungt haldnir á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×