Svikabrigsl, lagaklækir og undirmálsvinnubrögð Stefán Óli Jónsson skrifar 6. júní 2014 12:23 Gunnar Þorsteinsson vandar vinnubrögðum nýrrar stjórnar Krossins ekki kveðjurnar. VISIR/ANTON Ákveðið var á fundi Krossins á miðvikudag að víkja Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stofnanda Krossins, úr söfnuðinum. Einnig var nafni safnaðarins breytt úr Krossinum í Smárakirkju og kjörin ný stjórn safnaðarins. Gunnar segir farir sínar ekki sléttar við nýkjörna stjórn og þá sem að fundinum stóðu. „Já, ég get sagt þér allt um þennan ótrúlega fund,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Hann var einungis boðaður lokaðri klíku og hinn almenni safnaðarmeðlimur hafði ekki hugmynd um hann“. Samkvæmt lögum safnaðarins skulu safnaðarfundir boðaðir með minnst viku fyrirvara og hann auglýstur á samkomum hans. Gunnar, sem nú er staddur erlendis, segir að handsalað hafi verið samkomulag um hvernig næsti fundurinn skyldi fara fram sem virt hafi verið að vettugi þegar hann brá sér af landinu. „Stjórnarmeðlimir vissu ekki af fundinum en fengu hringingar að honum loknum þar sem þeim var tilkynnt að þeir ættu þar ekki lengur sæti.“ Gunnar segir niðurstöðu fundarins þó ekki beinast gegn honum persónulega heldur væri einfaldlega verið að sölsa völdin í söfnuðinum með svikabrigslum „Það er farið á svig við lög og samþykktir safnaðarins og er þetta bara framhald af þeim lagaklækjum og þeim undirmálsvinnubrögðum sem hafa ríkt í söfnuðinum síðustu þrjú ár. Á téðum fundi var sem fyrr segir kjörin ný stjórn safnaðarins og var Sigurbjörg Gunnarsdóttir endurkjörin forstöðukona Krossins. Sigurbjörg er dóttir Gunnars og tók við af honum þegar hann lét af störfum eftir ásakanir um kynferðisbrot.Dóttirin að stela af honum ævistarfinu Fráfarandi stjórnarmeðlimur, Georg Viðar Björnsson, tekur undir orð Gunnars um svikabrigsl í samtali við Vísi. Hann sem stjórnarmeðlimur hafi ekki verið boðaður á fundinn og að honum loknum hafi hann fengið símhringingu þar sem hann var skammaður fyrir að hafa ekki mætt. Hann hafi þó oft farið fram á það að fá að stíga til hliðar sökum heilsubrests enda hafi átökin í söfnuðinum á undanförnum misserum tekið á sig. „Dóttir hans er bara að taka af Gunnari ævistarfið og víkja okkur út. Ég hef verið í söfnuðinum í 40 ár og hef aldrei heyrt annað eins, að mönnum sé vikið úr honum án nokkurrar ávítunar.“ Hann bætir við að fyrri tilraunir til að halda aðalfundi hafi oftar en ekki farið út um þúfur og því grunsamlegt að tekist hafi að halda jafn fjölmennan fund og raun bar vitni með stuttum fyrirvara en talið er að hátt í hundrað manns hafi sótt fundinn á miðvikudag. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Ákveðið var á fundi Krossins á miðvikudag að víkja Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stofnanda Krossins, úr söfnuðinum. Einnig var nafni safnaðarins breytt úr Krossinum í Smárakirkju og kjörin ný stjórn safnaðarins. Gunnar segir farir sínar ekki sléttar við nýkjörna stjórn og þá sem að fundinum stóðu. „Já, ég get sagt þér allt um þennan ótrúlega fund,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Hann var einungis boðaður lokaðri klíku og hinn almenni safnaðarmeðlimur hafði ekki hugmynd um hann“. Samkvæmt lögum safnaðarins skulu safnaðarfundir boðaðir með minnst viku fyrirvara og hann auglýstur á samkomum hans. Gunnar, sem nú er staddur erlendis, segir að handsalað hafi verið samkomulag um hvernig næsti fundurinn skyldi fara fram sem virt hafi verið að vettugi þegar hann brá sér af landinu. „Stjórnarmeðlimir vissu ekki af fundinum en fengu hringingar að honum loknum þar sem þeim var tilkynnt að þeir ættu þar ekki lengur sæti.“ Gunnar segir niðurstöðu fundarins þó ekki beinast gegn honum persónulega heldur væri einfaldlega verið að sölsa völdin í söfnuðinum með svikabrigslum „Það er farið á svig við lög og samþykktir safnaðarins og er þetta bara framhald af þeim lagaklækjum og þeim undirmálsvinnubrögðum sem hafa ríkt í söfnuðinum síðustu þrjú ár. Á téðum fundi var sem fyrr segir kjörin ný stjórn safnaðarins og var Sigurbjörg Gunnarsdóttir endurkjörin forstöðukona Krossins. Sigurbjörg er dóttir Gunnars og tók við af honum þegar hann lét af störfum eftir ásakanir um kynferðisbrot.Dóttirin að stela af honum ævistarfinu Fráfarandi stjórnarmeðlimur, Georg Viðar Björnsson, tekur undir orð Gunnars um svikabrigsl í samtali við Vísi. Hann sem stjórnarmeðlimur hafi ekki verið boðaður á fundinn og að honum loknum hafi hann fengið símhringingu þar sem hann var skammaður fyrir að hafa ekki mætt. Hann hafi þó oft farið fram á það að fá að stíga til hliðar sökum heilsubrests enda hafi átökin í söfnuðinum á undanförnum misserum tekið á sig. „Dóttir hans er bara að taka af Gunnari ævistarfið og víkja okkur út. Ég hef verið í söfnuðinum í 40 ár og hef aldrei heyrt annað eins, að mönnum sé vikið úr honum án nokkurrar ávítunar.“ Hann bætir við að fyrri tilraunir til að halda aðalfundi hafi oftar en ekki farið út um þúfur og því grunsamlegt að tekist hafi að halda jafn fjölmennan fund og raun bar vitni með stuttum fyrirvara en talið er að hátt í hundrað manns hafi sótt fundinn á miðvikudag.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira