Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 07:13 Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira