Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 07:13 Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vill leggja niður kynjafræðikennslu og að þeim miklu fjármunum sem eytt er í jafnréttisfulltrúa á kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið í aðstoð við kúgaðar konur í múslimaríkjum. „Þar er raunverulegt verkefni að vinna.“Launamunur á sér eðlilegar skýringar Þessar róttæku skoðanir setur hann fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir Hannes jafnréttisbaráttu kvenna hafi lokið með fullum sigri þeirra víðast á Vesturlöndum. Þá kemur jafnframt fram í greininni að margumræddur launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Launamunur sé nokkur en ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur hafi tilhneigingu til að velja störf sem geta farið saman við barneignir og heimilishald. Það sé frjálst val. „Konur mælast ekki að meðaltali með lægri laun en karlar vegna þess, að kvennastörf séu láglaunastörf, heldur vegna þess, að lægri laun eru í boði fyrir þau störf, sem konur hafa tilhneigingu til að velja. Þau störf krefjast ekki samfelldrar viðveru, sívirkrar þekkingaröflunar og fela ekki í sér verulega ábyrgð.“Vonar að femínistar vilji opna umræðu Miðað við umræðuna sem hefur verið ríkjandi á Íslandi undanfarin ár og áratugi má gera ráð fyrir því að þessar skoðanir Hannesar falli í grýttan jarðveg. Í samtali við Vísi, spurður hvort hvort hann búist við harkalegum viðbrögðum, segist Hannes ekki geta ímyndað sér annað en „femínistar vilji hreinskilnislegar og opinskáar umræður um þessi mál. Kvenfrelsishreyfingin barðist fyrir frelsi og jafnrétti kvenna. Hún hlýtur líka að virða frelsi annarra, þar á meðal málfrelsi þeirra. Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“Karlar greiða niður lífeyri kvenna Hannes telur sem sagt að jafnrétti sé að fullu náð, og það sem meira er, þá hafi konur það talsvert betra en karlar. Hannes vísar til talna í því samhengi sem sýni að lífslíkur kvenna séu nokkrum árum meiri en karla: Meðaltalið í OECD-löndum 2011 var 77 ár fyrir karla og 83 ár fyrir konur. Hér á landi var það þetta sama ár 81 ár fyrir karla og 84 ár fyrir konur. „Hins vegar er ekkert tillit tekið til þessa munar á lífslíkum kynjanna við innheimtu lífeyrisgjalda, svo að segja má, að karlar greiði niður lífeyri fyrir konur,“ segir Hannes. Og prófessorinn heldur áfram og segir karla þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að stytta sér aldur en konur. „Meðaltalið í OECD-löndum 2008 var 176 karlar á hverja 10.000 íbúa og 52 konur. Hér á landi var það 153 karlar og 67 konur.“ Þá bendir Hannes til dæmis á að á Íslandi voru 97 prósent fanga karlar og 3 prósent konur og þannig má áfram telja – staðreyndin er sú að lífið er körlum miklu þungbærara en konum.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira