Viðskipti erlent

Sjaldgæfur bleikur demantur seldist á 5,2 milljarða

Einn af sjaldgæfustu demöntum heimsins var seldur í vikunni á uppboði hjá Sotheby´s í Genf fyrir 5,2 milljarða kr. Þetta er mesta verð sem greitt hefur verið fyrir stakan demant á uppboði.

Í frétt um málið á BBC segir að um bleikan demant sé að ræða af stærðinni tæplega 25 karöt. Afarsjaldgæft er að finna bleika demanta af þessari stærð. Þar að auki er litarafbrigðið „djúpbleikur" sem gerir hann enn sjaldgæfari.

Demantur þessi var síðast seldur af skartgripasala í New York fyrir 60 árum og hefur hann síðan verið geymdur í einkasafni. Það var þekktur breskur safnari sem bauð hæst í demantinn núna.

Fyrra verðmet fyrir stakan demant var sett árið 2008 en þá var 35,5 karata stór blár demantur seldur á 2,7 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×