Tónlist

Bein útsending: Spila tónlist í Rauðhólum

Tinni Sveinsson skrifar
Plötusnúðurinn Bensöl, eða Benedikt Sölvi, kemur sér fyrir í Rauðhólum og spilar þar tónlist.
Plötusnúðurinn Bensöl, eða Benedikt Sölvi, kemur sér fyrir í Rauðhólum og spilar þar tónlist.

Plötusnúðurinn Bensöl ætlar að koma sér fyrir í Rauðhólum og spila þar danstónlist í útsendingu sem hefst klukkan níu.

Útsendingin er á vegum íslenska viðburðafyrirtækisins Volume sem sérhæfir sig í útsendingum þar sem plötusnúðar þeyta skífum á framandi stöðum.

Benedikt hefur unnið í og við tónlistarheiminn til fjölda ára. Hann hefur hjálpað að móta íslenska danstónlistarstefnu og verið ötull stuðningsmaður hennar frá upphafi. Hann hefur ferðast víða og spilað á ótrúlegustu stöðum, meðal annars þegar hann var búsettur á Ibiza og í Barcelona.

En nú kemur hann sér fyrir í Rauðhólum og tekur klukkutíma teknósett í íslenskri náttúru þar sem íslenskir hestar fá meðal annars að njóta tónanna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×