Innlent

Fráleitt að kalla Herdísi heim frá Írak

Jason Jones, fulltrúi bandaríska sjónvarpsþáttarins The Daily Show, sem staddur er hér á landi sagði fráleitt af íslenskum stjórnvöldum að kalla heim Herdísi Sigurgrímsdóttur fulltrúa Íslands í Írak. Jones lét öllum illum látum á blaðamannafundi sem hann boðaði til á Hilton hótelinu fyrir stundu.

Jason Jones er fulltrúi bandaríska þáttarins Daily Show sem sýndur er á CNN International. Hann kom til landsins á mánudag og er að vinna þátt um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að kalla Herdísi Sigurgrímsdóttur fulltrúa Íslands sem var í Írak heim. Jones boðaði til blaðamannafundar rétt fyrir hádegi og lét öllum illum látum og sagði fráleitt að íslensk stjórnvöld hefðu kallað Herdísi heim.

Jones hefur tekið viðtöl við nokkra valinkunna Íslendinga hér á landi meðal annars Stefán Pálsson hernaðarandstæðing, Herdísi Sigurgrímsdóttur, Magnús Ver Magnússon kraftlyftingamann og fleiri. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Þá verður Jason Jones í viðtali í Íslandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×