Rótlaus heilsugæsla 21. júní 2007 01:00 Undanfarin ár hefur rekstrarklúður heilsugæslu og félagsþjónustu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinanna en því sem starfsfólk og neytendur hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífelldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heilsuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að enginn bóndi hér á landi er svo skyni skroppinn að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinanna verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífelldar breytingar í tilskipunarstíl einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur heilsugæslunnar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta keyptir af opinberu fé og þjónustusamningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðinn. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kostnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunum ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögurra ríkisstjórna mun lengi í minnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfelldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá Íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stórhækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu.Höfundur er trésmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur rekstrarklúður heilsugæslu og félagsþjónustu ítrekað gert almenningi ljóst hve nauðsynlegt er að vanda val stjórnenda. Verst er að ráðherrar Framsóknarflokksins stjórna ráðuneytum félags- og heilbrigðismála. Það kemur niður á starfsfólki þessara mikilvægu þjónustugreina og skjólstæðingum þeirra. Ráðherrarnir trúa betur ráðleggingum gloppóttra stjórnenda þjónustugreinanna en því sem starfsfólk og neytendur hafa fram að færa. Heilsugæslan hefur eytt ómældri orku í sífelldar færslur á stjórnstöð sinni og verustað starfsmanna. Rúsínan í pylsuendanum var svo sala stjórnvalda á Heilsuverndarstöðinni sem er sérhönnuð fyrir heilbrigðisþjónustu. Slík heimska er sér á báti. Víst er að enginn bóndi hér á landi er svo skyni skroppinn að hann selji fjárhús sín og leigi þau svo. Frá því að ég fór að fylgjast með þessum málum, hafa stjórnendur mikilvægustu þjónustugreinanna verið úti á þekju í samskiptum sínum við starfsfólk og skjólstæðinga. Skrítin vinnutilhögun og sífelldar breytingar í tilskipunarstíl einkenna störf þeirra. Hvergi örlar á vilja til samráðs við þá sem vinnan snýst um. Fyrir nokkrum árum fengu stjórnendur heilsugæslunnar þá hugmynd að lækka mætti kaup starfsfólks með sjónhverfingum. Heimaþjónusta heilsugæslunnar ók á eigin bílum til og frá vinnustöðum og nú skyldi því breytt og voru fimmtíu bílar í það minnsta keyptir af opinberu fé og þjónustusamningum við starfskonurnar sagt upp. Sársaukafullt verkfall kom í kjölfarið. Að lokum var samið um niðurfellingu greiðslna í áföngum. Eftir fyrstu niðurfellingarnar hætti hluti af reyndasta starfsliðinu. Það þarf stéttvísi, kjark og getu til að berjast fyrir rétti sínum við ofurvald sem getur valdið baráttufólki vandræðum síðar. Heilsugæslan verðlaunaði svo nokkrar konur sem réðu sig í verkfallinu og þær sem létu sér á sama standa. Slíkt ráðslag hlýtur að valda skertu trúnaðartrausti og tortryggni. Síðan þetta átti sér stað hefur taflið snúist við og erfitt að manna stöður. Til að mæta því og til að lækka kostnað var farið í svokallaða samþættingu heilsugæslu, félagsþjónustu og svæðisskrifstofu. Samþættingin er öll heilsugæslunni í vil, því hún fær mikla aðstoð frá hinum báðum en lætur ekkert í staðinn. Á síðastliðnum fimm árum hefur starfsfólki félagsþjónustu fækkað og vinna aukin. Neytendur verða að sætta sig við verri þjónustu en var fyrir samþættingu, enda flestar breytingar á þeirra kostnað og starfsfólks. Fólkið sem vinnur störfin er á stanslausum þeytingi borðandi á hlaupum og hefur engan tíma til annars en að sinna brýnustu þörfum íbúanna. Andleg samskipti fá engan skilning hjá stjórnendum þjónustugreinanna sem virðast meta sparnað meira en sæmd stofnana og heilsu starfsfólks. Hér er ég að tala um fólk á fráfælandi lágum launum. Líka um sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Vinna þessa fólks er erfið, krefjandi og vanmetin. Ljós í tilveru þeirra sem þurfa að búa við svo alhliða þjónustu er starfslið þjónustugreinanna. Þó starfskonur fari eftir ótrúlega stífum vinnulistum þar sem minnstu vandamál skjólstæðinga setja allt úr tímaskorðum breytir það ekki fasi þeirra, né vilja til að hjálpa. Það er ekki við þær að sakast þegar skjólstæðingar þurfa að bíða á annan tímann eftir aðstoð af eða á klósett. Sparað er þar sem síst skyldi. Hræsni stjórnvalda gagnvart öldruðum og fötluðum er svo augljós að jaðrar við ögrun. Gerið þið bara í málunum ef þið getið, gætu þau verið að segja. Skömm síðustu fjögurra ríkisstjórna mun lengi í minnum höfð og eru umhverfisspjöll og launamisrétti efst á blaði. Vegna ógeðfelldrar launastefnu þeirra er nær útilokað að fá Íslendinga í umönnun. Eina færa leiðin til að leysa vandann er að stórhækka lægstu launin og borga sanngjarnt kaup. Mannsæmandi laun. Ekki ölmusu.Höfundur er trésmíðameistari.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun