NBA í nótt: Óvænt endurkoma Dirk og Dallas vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2008 09:26 Dirk Nowitzky og Al Harrington í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Dallas vann í nótt sigur á Golden State í afar þýðingarmiklum leik, 111-86. Dirk Nowitzky lék óvænt með Dallas í nótt en hann hafði misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Dallas gegn liði sem er með jákvætt sigurhlutfall í deildinni síðan að Jason Kidd var fenginn til liðsins. Fyrr um daginn hafði Nowtizky gefið til kynna að hann myndi ekki spila og Avery Johnson, þjálfari Dallas, sagði að þeir væru að undirbúa sig fyrir leikinn eins og hann myndi ekki spila. En ákvörðun var tekin í upphituninni fyrir leik að Dirk myndi byrja. Kannski að Johnson hafi verið í blekkingarleik við sinn gamla lærimeistara, Donnie Nelson hjá Golden State. Dallas hafði mikla yfirburði í leiknum. Jason Terry var stigahæstur með 31 stig, Josh Howard var með 28 stig og Nwotizky átján stig. Jason Kidd var með fimm stig, ellefu fráköst og sautján stoðsendingar. Hjá Golden State var Monta Ellis stigahæstur með 27 stig, Baron Davis var með 20 stig en þeir tveir voru þeir einu í liðinu sem skoruðu fleiri en tíu stig í leiknum. Úrslitin þýða að Dallas hefur tryggt stöðu sína í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar og hefur nú tveggja leikja forystu á Golden State sem er í níunda sæti. Átta lið komast í úrslitakeppnina en á milli þessara liða er Denver, einum leik á eftir Dallas.LA Lakers vann Portland, 104-91. Pau Gason lék með Lakers á nýjan leik eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla en hann skoraði tíu stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 36 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Travis Outlaw og Martell Webster skoruðu 23 stig hvor fyrir Portland.Atlanta er nærri búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni en liðið vann Toronto í framlengdum leik, 127-120. Þetta var fimmti sigur Atlanta í röð sem hefur nú fjögurra leikja forskot á New Jersey og Indiana þegar lítið er eftir af tímabilinu. Joe Johnson var með 28 stig fyrir Atlanta, Mike Bibby 26 og Josh Smith 24. Hjá Toronto var Chris Bosh stigahæstur með 24 stig en TJ Ford var með 23 stig og þrettán stoðsendingar.Boston vann Indiana, 92-77, og jöfnuðu þar með metið í NBA-deildinni fyrir mest bættan árangur á milli ára. Nú þegar hefur Boston unnið 60 leiki á tímabilinu sem er 34 leikjum meira en á öllu síðasta tímabili. Einn sigur í viðbót hjá Boston og met San Antonio frá 1997-98 er fallið. Kevin Garnett var með 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston. Danny Granger var með fjórtán stig fyrir Indiana.Milwaukee vann Washington, 110-109, þar sem Gilbert Arenas lék með síðarnefnda liðinu í fyrsta sinn í 67 leikjum. Það var þó Ramon Sessions sem var hetja Milwaukee í leiknum en hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall. Arenas lék í nítján mínútur í leiknum og skoraði sautján stig. Hann nýtti bæði vítaköstin sín sem hann fékk þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka og kom þar með Washington yfir í leiknum. Það dugði hins vegar ekki til, sem fyrr segir.Cleveland vann Charlotte, 118-114. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum en gat reyndar ekki klárað hann þar sem hann fékk sex villur í leiknum, aðeins í þriðja skiptið á ferlinum. Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.New Orleans vann Miami, 106-77. Tyson Chandler nýtti öll tíu skotin sín í leiknum og skoraði þar með 20 stig og tók tíu fráköst. David West var með 22 stig fyrir New Orleans. Chris Quinn var með átján stig fyrir Miami sem hafa unnið alls fimm leiki síðan um jólin.Memphis vann New York, 130-114. Javaris Crittenton skoraði 23 stig og Rudy Gay 21. Zach Randolph skoraði 27 stig fyrir New York.Utah vann Minnesota, 117-100. Mehmet Okur var með 22 stig og Deron Williams nítján stig og fjórtán stoðsendingar. Marko Jaric skoraði átján stig fyrir Minnesota. LA Clippers vann Seattle, 102-84. Elton Brand lék í fyrsta sinn a´tímabilinu og skoraði þrettán stig í fjórða leikhluta, alls nítján stig. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Seattle. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Dallas vann í nótt sigur á Golden State í afar þýðingarmiklum leik, 111-86. Dirk Nowitzky lék óvænt með Dallas í nótt en hann hafði misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Dallas gegn liði sem er með jákvætt sigurhlutfall í deildinni síðan að Jason Kidd var fenginn til liðsins. Fyrr um daginn hafði Nowtizky gefið til kynna að hann myndi ekki spila og Avery Johnson, þjálfari Dallas, sagði að þeir væru að undirbúa sig fyrir leikinn eins og hann myndi ekki spila. En ákvörðun var tekin í upphituninni fyrir leik að Dirk myndi byrja. Kannski að Johnson hafi verið í blekkingarleik við sinn gamla lærimeistara, Donnie Nelson hjá Golden State. Dallas hafði mikla yfirburði í leiknum. Jason Terry var stigahæstur með 31 stig, Josh Howard var með 28 stig og Nwotizky átján stig. Jason Kidd var með fimm stig, ellefu fráköst og sautján stoðsendingar. Hjá Golden State var Monta Ellis stigahæstur með 27 stig, Baron Davis var með 20 stig en þeir tveir voru þeir einu í liðinu sem skoruðu fleiri en tíu stig í leiknum. Úrslitin þýða að Dallas hefur tryggt stöðu sína í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar og hefur nú tveggja leikja forystu á Golden State sem er í níunda sæti. Átta lið komast í úrslitakeppnina en á milli þessara liða er Denver, einum leik á eftir Dallas.LA Lakers vann Portland, 104-91. Pau Gason lék með Lakers á nýjan leik eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla en hann skoraði tíu stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 36 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Travis Outlaw og Martell Webster skoruðu 23 stig hvor fyrir Portland.Atlanta er nærri búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni en liðið vann Toronto í framlengdum leik, 127-120. Þetta var fimmti sigur Atlanta í röð sem hefur nú fjögurra leikja forskot á New Jersey og Indiana þegar lítið er eftir af tímabilinu. Joe Johnson var með 28 stig fyrir Atlanta, Mike Bibby 26 og Josh Smith 24. Hjá Toronto var Chris Bosh stigahæstur með 24 stig en TJ Ford var með 23 stig og þrettán stoðsendingar.Boston vann Indiana, 92-77, og jöfnuðu þar með metið í NBA-deildinni fyrir mest bættan árangur á milli ára. Nú þegar hefur Boston unnið 60 leiki á tímabilinu sem er 34 leikjum meira en á öllu síðasta tímabili. Einn sigur í viðbót hjá Boston og met San Antonio frá 1997-98 er fallið. Kevin Garnett var með 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston. Danny Granger var með fjórtán stig fyrir Indiana.Milwaukee vann Washington, 110-109, þar sem Gilbert Arenas lék með síðarnefnda liðinu í fyrsta sinn í 67 leikjum. Það var þó Ramon Sessions sem var hetja Milwaukee í leiknum en hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall. Arenas lék í nítján mínútur í leiknum og skoraði sautján stig. Hann nýtti bæði vítaköstin sín sem hann fékk þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka og kom þar með Washington yfir í leiknum. Það dugði hins vegar ekki til, sem fyrr segir.Cleveland vann Charlotte, 118-114. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum en gat reyndar ekki klárað hann þar sem hann fékk sex villur í leiknum, aðeins í þriðja skiptið á ferlinum. Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.New Orleans vann Miami, 106-77. Tyson Chandler nýtti öll tíu skotin sín í leiknum og skoraði þar með 20 stig og tók tíu fráköst. David West var með 22 stig fyrir New Orleans. Chris Quinn var með átján stig fyrir Miami sem hafa unnið alls fimm leiki síðan um jólin.Memphis vann New York, 130-114. Javaris Crittenton skoraði 23 stig og Rudy Gay 21. Zach Randolph skoraði 27 stig fyrir New York.Utah vann Minnesota, 117-100. Mehmet Okur var með 22 stig og Deron Williams nítján stig og fjórtán stoðsendingar. Marko Jaric skoraði átján stig fyrir Minnesota. LA Clippers vann Seattle, 102-84. Elton Brand lék í fyrsta sinn a´tímabilinu og skoraði þrettán stig í fjórða leikhluta, alls nítján stig. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Seattle. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira