Sjónarmið Hannesar í takt við "angry white male“ málflutning Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2014 12:18 Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, hefur aðrar hugmyndir um baráttu kvenna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir þá hugmynd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að leggja eigi niður kynjafræði fráleit. Hún segir að það sé af nógu að taka í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Í grein eftir prófessorinn, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, fullyrðir Hannes að jafnrétti kynjanna sé náð á Íslandi, verið sé að berjast við vindmyllur og að ástæðan fyrir launamun kynjanna sé val kvenna á störfum sem ekki fylgir mikil ábyrgð. Kristínu hefur ekki gefist tími til að lesa greinina í þaula þar sem hún er gestur á ráðstefnu um karla og karlmennsku í allan dag. Henni hafi þó tekist að renna lauslega yfir greinina. Þess má geta að Hannes er einnig gestur á ráðstefnunni og að sögn Kristínar hafi fjölmargir reiðst yfir því að Hannesi hafi yfirhöfuð verið hleypt inn. „Það er afar sérkennilegt að halda því fram að það fylgi því ekki ábyrgð að vera leikskólakennari, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur,“ segir Kristín og tekur dæmi um störf þar sem að konur hafa verið í miklum meirihluta. . „Þetta eru mjög ábyrgðarmikil störf. Í raun er ekkert mikilvægara en að ala upp ungu kynslóðina.“ Lág laun þessara stétta endurspegli rangt verðmætamat þjóðfélagsins en ekki mikilvægi þeirra. Kynjafræði mikilvægt tæki í að skilja þjóðfélagiðHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, vill verja fjármunum í annað en kynjafræðikennslu.Í greininni segir Hannes að auki að þeim fjármunum sem varið er í kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið annars staðar. Kristín tekur ekki undir þessi sjónarmið. „Mér finnst þetta fráleit hugmynd. Þess í stað ætti að efla kynjafræði, innleiða hana í öllum háskólagreinum vegna þess að kynjafræði er aðferð til þess að skoða þjóðfélagið sem við búum í.“ Í títtnefndri grein fullyrðir Hannes að launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Kristín segir fullyrðinguna fráleita, það þurfi að fara mun dýpra til þess að skýra launamuninn. Hann sé aldagamalt fyrirbæri. „Könnun eftir könnun sýnir að launamunurinn er raunverulegur og hækka þarf þessi laun.“ Hannes dregur ekkert undan í greininni og skrifar þar meðal annars: „Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“ „Það er af nógu að taka í kvenfrelsisbaráttunni á Íslandi,“ og minnist Kristín til að mynda á að mál þar sem konur eru beittar ofbeldi séu alltof algeng. „En það er sjálfsagt, eðlilegt og nauðsynlegt að styðja baráttu kvenna í öðrum löndum og það erum við stöðugt að gera.“ Málflutningur Hannesar minnir á "angry white male“ „Hér á ráðstefnunni er heimsfrægur fræðimaður sem heitir Michael Kimmel. Hann hélt fyrirlestur í gær um angry white male. Þeir kenna konum um að þeir fái ekki stöður eða þeim líði ekki vel eða hvað það nú er. Sjónarmið Hannesar fara ansi nálægt þessum málflutningi. “ Angry white male útleggst á íslensku reiður hvítur karlmaður. Kristín tekur sem dæmi að ákveðin atriði í grein Hannesar hafa ekkert að gera með baráttu kvenna. „Hann er að beina athyglinni að sjálfsmorðstíðni karla og svoleiðis. Tengist þetta eitthvað baráttu kvenna? Er það konum að kenna að svona er komið? Nei. Þetta á sér miklu dýpri rætur.“ Hún fellst þó á það að karlar eigi erfiðara líf að mörgu leyti. Þeir séu undir mikilli pressu og vinni almennt meira. „Margir karlmenn eru fangar karlmennskuhugmynda. Þeim er svo þröngur stakkur skorinn varðandi það hvernig þeir mega hegða sér. „Hugmyndalögregla karlmennskunnar, hún er mjög harðskeytt.“ Tengdar fréttir Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04 Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir þá hugmynd Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að leggja eigi niður kynjafræði fráleit. Hún segir að það sé af nógu að taka í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Í grein eftir prófessorinn, sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, fullyrðir Hannes að jafnrétti kynjanna sé náð á Íslandi, verið sé að berjast við vindmyllur og að ástæðan fyrir launamun kynjanna sé val kvenna á störfum sem ekki fylgir mikil ábyrgð. Kristínu hefur ekki gefist tími til að lesa greinina í þaula þar sem hún er gestur á ráðstefnu um karla og karlmennsku í allan dag. Henni hafi þó tekist að renna lauslega yfir greinina. Þess má geta að Hannes er einnig gestur á ráðstefnunni og að sögn Kristínar hafi fjölmargir reiðst yfir því að Hannesi hafi yfirhöfuð verið hleypt inn. „Það er afar sérkennilegt að halda því fram að það fylgi því ekki ábyrgð að vera leikskólakennari, sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur,“ segir Kristín og tekur dæmi um störf þar sem að konur hafa verið í miklum meirihluta. . „Þetta eru mjög ábyrgðarmikil störf. Í raun er ekkert mikilvægara en að ala upp ungu kynslóðina.“ Lág laun þessara stétta endurspegli rangt verðmætamat þjóðfélagsins en ekki mikilvægi þeirra. Kynjafræði mikilvægt tæki í að skilja þjóðfélagiðHannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, vill verja fjármunum í annað en kynjafræðikennslu.Í greininni segir Hannes að auki að þeim fjármunum sem varið er í kynjafræðikennara á Íslandi væri betur varið annars staðar. Kristín tekur ekki undir þessi sjónarmið. „Mér finnst þetta fráleit hugmynd. Þess í stað ætti að efla kynjafræði, innleiða hana í öllum háskólagreinum vegna þess að kynjafræði er aðferð til þess að skoða þjóðfélagið sem við búum í.“ Í títtnefndri grein fullyrðir Hannes að launamunur kynjanna sé tölfræðileg tálsýn. Kristín segir fullyrðinguna fráleita, það þurfi að fara mun dýpra til þess að skýra launamuninn. Hann sé aldagamalt fyrirbæri. „Könnun eftir könnun sýnir að launamunurinn er raunverulegur og hækka þarf þessi laun.“ Hannes dregur ekkert undan í greininni og skrifar þar meðal annars: „Ég held, að kröftum kvenfrelsissinna sé betur varið í að berjast gegn raunverulegri kúgun kvenna, til dæmis í ýmsum Arabalöndum, heldur en að berjast við vindmyllur hér uppi á Íslandi.“ „Það er af nógu að taka í kvenfrelsisbaráttunni á Íslandi,“ og minnist Kristín til að mynda á að mál þar sem konur eru beittar ofbeldi séu alltof algeng. „En það er sjálfsagt, eðlilegt og nauðsynlegt að styðja baráttu kvenna í öðrum löndum og það erum við stöðugt að gera.“ Málflutningur Hannesar minnir á "angry white male“ „Hér á ráðstefnunni er heimsfrægur fræðimaður sem heitir Michael Kimmel. Hann hélt fyrirlestur í gær um angry white male. Þeir kenna konum um að þeir fái ekki stöður eða þeim líði ekki vel eða hvað það nú er. Sjónarmið Hannesar fara ansi nálægt þessum málflutningi. “ Angry white male útleggst á íslensku reiður hvítur karlmaður. Kristín tekur sem dæmi að ákveðin atriði í grein Hannesar hafa ekkert að gera með baráttu kvenna. „Hann er að beina athyglinni að sjálfsmorðstíðni karla og svoleiðis. Tengist þetta eitthvað baráttu kvenna? Er það konum að kenna að svona er komið? Nei. Þetta á sér miklu dýpri rætur.“ Hún fellst þó á það að karlar eigi erfiðara líf að mörgu leyti. Þeir séu undir mikilli pressu og vinni almennt meira. „Margir karlmenn eru fangar karlmennskuhugmynda. Þeim er svo þröngur stakkur skorinn varðandi það hvernig þeir mega hegða sér. „Hugmyndalögregla karlmennskunnar, hún er mjög harðskeytt.“
Tengdar fréttir Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04 Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04
Prófessor vill leggja niður kynjafræði við Háskóla Íslands Hannes H. Gissurarson segir launamun kynjanna tölfræðilega tálsýn og leggur til að hætt sé að eyða fjármunum í jafnréttisfulltrúa og kynjafræðikennara. 6. júní 2014 07:13
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent