„Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. maí 2020 22:03 Það eru margar tilfinningar sem fylgja því að eignast barn. Þetta er rætt í þættinum Raunin af hlaðvarpinu Kviknar. Mynd/Þorleifur Kamban „Allt í einu er allt breytt og ég held að við getum flestar verið sammála um það. Það er náttúrulega bara þannig að það eru hundrað nýjar spurningar sem að koma með okkur heim,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn. Hulda er sjálf móðir og ræddi um þessa fyrstu daga í hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn hefur yfirskriftina Raunin en þar er fjallað um sjálfsmynd mæðra, sambandið eftir að við eignumst barn og margt fleira. „Allir fá nýtt hlutverk á heimilinu,“ útskýrir Hulda. Eldri systkini velta fyrir sér hverju þetta breyti og pör velta kannski fyrir sér hver forgangsröðunin eigi að vera. „Til hvers er ætlast af okkur núna vs. í gær?“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingurMynd/Úr einkasafni Mikilvægt að takmarka heimsóknir Hulda bendir á að það þó að það sé hægt að lesa sér til, þá viti maður aldrei hvernig barn maður fær. „Við vitum ekkert hvaða karakterar þau eru og hvaða þarfir þau hafa.“ Hún segir mikilvægt að taka þetta skref fyrir skref og átta sig á því að maður getur ekki vitað alveg hvernig þetta verður. Það fer allt eftir barninu. „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand.“ Það má ekki líta þannig á að það eigi að halda gömlu rútínunni fyrstu dagana, það einfaldlega gangi ekki upp. Nýja fjölskyldan þarf rými. „Þess vegna hvet ég fólk til þess að til dæmis ákveða hvernig það vill hafa fyrstu dagana varðandi heimsóknir og annað. Við erum ekki að fara að hella upp á kaffi og henda í marengs. Við erum að kynnast þessum nýja einstaklingi og kynnast okkur upp á nýtt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
„Allt í einu er allt breytt og ég held að við getum flestar verið sammála um það. Það er náttúrulega bara þannig að það eru hundrað nýjar spurningar sem að koma með okkur heim,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn. Hulda er sjálf móðir og ræddi um þessa fyrstu daga í hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn hefur yfirskriftina Raunin en þar er fjallað um sjálfsmynd mæðra, sambandið eftir að við eignumst barn og margt fleira. „Allir fá nýtt hlutverk á heimilinu,“ útskýrir Hulda. Eldri systkini velta fyrir sér hverju þetta breyti og pör velta kannski fyrir sér hver forgangsröðunin eigi að vera. „Til hvers er ætlast af okkur núna vs. í gær?“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingurMynd/Úr einkasafni Mikilvægt að takmarka heimsóknir Hulda bendir á að það þó að það sé hægt að lesa sér til, þá viti maður aldrei hvernig barn maður fær. „Við vitum ekkert hvaða karakterar þau eru og hvaða þarfir þau hafa.“ Hún segir mikilvægt að taka þetta skref fyrir skref og átta sig á því að maður getur ekki vitað alveg hvernig þetta verður. Það fer allt eftir barninu. „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand.“ Það má ekki líta þannig á að það eigi að halda gömlu rútínunni fyrstu dagana, það einfaldlega gangi ekki upp. Nýja fjölskyldan þarf rými. „Þess vegna hvet ég fólk til þess að til dæmis ákveða hvernig það vill hafa fyrstu dagana varðandi heimsóknir og annað. Við erum ekki að fara að hella upp á kaffi og henda í marengs. Við erum að kynnast þessum nýja einstaklingi og kynnast okkur upp á nýtt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Huldu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 „Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00 Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30
„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00
„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Auður Bjarnadóttir jógakennari segir að konur ættu að sleppa því að hugsa um það hvernig þær eru í fæðingum og sleppa frekar tökunum. 27. apríl 2020 21:00