Orð hafa mátt Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. júní 2014 07:00 Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað?
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun