Erlent

Bhutto segir sjálfsmorðsárásir aldrei réttlætanlegar

Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, sagði í morgun að víkja ætti trúmálaráðherra landsins úr embætti fyrir að hafa sagt að sjálfsmorðsárásir væru sanngjörn viðbrögð við riddaratign Salmans Rushdie. Ráðherrann reyndi síðar að útskýra ummæli sín á þann hátt að hann hefði átt við að öfgatrúarsinnar gætu notað þessa afsökun.

Pakistanska þingið hefur samþykkt ályktun þar sem aðalstign Rushdie er harðlega mótmælt. Þá kallaði Íran sendiherra Breta á sinn fund til þess að leggja fram formleg mótmæli. Í Malasíu voru einnig hörð mótmæli og mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan sendiráð Breta og brenndi breska fánann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×