Veit ekki um afdrif margra vina 13. október 2005 15:20 Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira