Barnaklám hunsað 21. júní 2007 20:33 Kerfisfræðingur hjá Reiknistofnun Háskólans komst fyrir nokkrum árum á snoðir um að tveir menn væru að nota stolinn aðgang frá nemanda í skólanum til að hlaða niður og dreifa barnaklámi á netinu.Kerfisfræðingurinn, Elías Halldór Ágústsson, reyndi ítrekað að fá lögreglu til að gera eitthvað í málinu en talaði fyrir daufum eyrum.Elías segir að það hafi verið um vorið 1999 sem hann hafi fyrst heyrt sögur af því að tveir menn sætu í tölvuverum skólans að skoða barnaklám. Þá hafði umsjónarmaður eins tölvuversins komist að því að bilun í einni tölvu stafaði af því að harði diskurinn var uppfullur af svo svæsnu barnaklámi að hann fékk taugaáfall.Þegar Elías fór að grennslast nánar fyrir um málið komst hann að því að mennirnir tveir voru að nota aðgang nema við skólans, sem sjálfur hafði aldrei notað hann. Elías segir þá að hann hafi viljað koma lögum yfir þessa menn en ekki vitað hvernig þar sem á þessum tíma voru ekki nein lög í gildi hér á landi sem bönnuðu vörslu barnakláms. Hann ákvað því að safna eins miklum upplýsingum og hann gæti um það sem þessir menn aðhefðust á netinu.Hann stillti notendaaðganginn þannig að hann gat fylgst náið með því sem mennirnir ræddu á spjallrásum netsins og komst þá að því að þessir tveir höfðu orðið uppvísir að því að hlaða upp svæsnu klámefni á vefþjón Landsímans tveimur árum áður. Þá komst Elías að því að mennirnir höfðu ekki bara notað aðganginn sem þeir höfðu að tölvukerfi Háskólans til að nálgast barnaklám sjálfir, heldur einnig til að dreifa því um allt internetið, til tengiliða í Kanada, Bandaríkjunum og víðar, eins og Elías segir sjálfur á síðu sinni.Þegar hann var búinn að safna þessum upplýsingum öllum saman ákvað hann að hafa samband við Lögregluna. Hann segist hafa þurft að hringja nokkrum sinnum þar til hann fékk samband við lögreglumann sem hafði nokkurn áhuga á að hlusta á það sem hann hafði að segja. Lögreglumaðurinn hins vegar gaf þau svör að ekkert hefði verið gert í þessu máli sem varðaði við íslensk lög, og því gæti lögregla ekkert aðhafst. Elías andmælti þessu og benti á að verið væri að fremja alþjóðleg lögbrot þar sem verið væri að dreifa barnaklámi til annarra landa, þar sem varsla barnakláms væri sannarlega ólögleg. Enn talaði hann fyrir daufum eyrum lögreglumannsins.Þá reyndi Elías að höfða til annara kennda, eins og hann segir sjálfur á bloggi sínu; að segja að hér væru á ferðinni hættulegir menn og annar starfaði sem gangavörður í grunnskóla og því stafaði börnum bein hætta af honum. Enn sagðist lögreglan ekkert geta gert, annað en hugsanlega reynt að lögsækja þá fyrir vörslu kláms, en slík mál væru, eins og lögreglumaðurinn sagði sjálfur, "loðin og teygjanleg". Þá segist Elías hafa gefist upp og reynt að gleyma þessu máli.Hann hins vegar rifjar það upp nú að sögn vegna þess að í dag eru báðir þessir menn mikilvirkir bloggarar á vefsvæði Morgunblaðisins og skoðanir þeirra um femínisma og klám hafi meira að segja birst í prentútgáfu blaðsins. Elías nafngreinir ekki þessa menn á bloggi sínu en spyr að endingu: Hvað getur maður gert.Hægt er að skoða bloggsíðu Elíasar hér: Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Kerfisfræðingur hjá Reiknistofnun Háskólans komst fyrir nokkrum árum á snoðir um að tveir menn væru að nota stolinn aðgang frá nemanda í skólanum til að hlaða niður og dreifa barnaklámi á netinu.Kerfisfræðingurinn, Elías Halldór Ágústsson, reyndi ítrekað að fá lögreglu til að gera eitthvað í málinu en talaði fyrir daufum eyrum.Elías segir að það hafi verið um vorið 1999 sem hann hafi fyrst heyrt sögur af því að tveir menn sætu í tölvuverum skólans að skoða barnaklám. Þá hafði umsjónarmaður eins tölvuversins komist að því að bilun í einni tölvu stafaði af því að harði diskurinn var uppfullur af svo svæsnu barnaklámi að hann fékk taugaáfall.Þegar Elías fór að grennslast nánar fyrir um málið komst hann að því að mennirnir tveir voru að nota aðgang nema við skólans, sem sjálfur hafði aldrei notað hann. Elías segir þá að hann hafi viljað koma lögum yfir þessa menn en ekki vitað hvernig þar sem á þessum tíma voru ekki nein lög í gildi hér á landi sem bönnuðu vörslu barnakláms. Hann ákvað því að safna eins miklum upplýsingum og hann gæti um það sem þessir menn aðhefðust á netinu.Hann stillti notendaaðganginn þannig að hann gat fylgst náið með því sem mennirnir ræddu á spjallrásum netsins og komst þá að því að þessir tveir höfðu orðið uppvísir að því að hlaða upp svæsnu klámefni á vefþjón Landsímans tveimur árum áður. Þá komst Elías að því að mennirnir höfðu ekki bara notað aðganginn sem þeir höfðu að tölvukerfi Háskólans til að nálgast barnaklám sjálfir, heldur einnig til að dreifa því um allt internetið, til tengiliða í Kanada, Bandaríkjunum og víðar, eins og Elías segir sjálfur á síðu sinni.Þegar hann var búinn að safna þessum upplýsingum öllum saman ákvað hann að hafa samband við Lögregluna. Hann segist hafa þurft að hringja nokkrum sinnum þar til hann fékk samband við lögreglumann sem hafði nokkurn áhuga á að hlusta á það sem hann hafði að segja. Lögreglumaðurinn hins vegar gaf þau svör að ekkert hefði verið gert í þessu máli sem varðaði við íslensk lög, og því gæti lögregla ekkert aðhafst. Elías andmælti þessu og benti á að verið væri að fremja alþjóðleg lögbrot þar sem verið væri að dreifa barnaklámi til annarra landa, þar sem varsla barnakláms væri sannarlega ólögleg. Enn talaði hann fyrir daufum eyrum lögreglumannsins.Þá reyndi Elías að höfða til annara kennda, eins og hann segir sjálfur á bloggi sínu; að segja að hér væru á ferðinni hættulegir menn og annar starfaði sem gangavörður í grunnskóla og því stafaði börnum bein hætta af honum. Enn sagðist lögreglan ekkert geta gert, annað en hugsanlega reynt að lögsækja þá fyrir vörslu kláms, en slík mál væru, eins og lögreglumaðurinn sagði sjálfur, "loðin og teygjanleg". Þá segist Elías hafa gefist upp og reynt að gleyma þessu máli.Hann hins vegar rifjar það upp nú að sögn vegna þess að í dag eru báðir þessir menn mikilvirkir bloggarar á vefsvæði Morgunblaðisins og skoðanir þeirra um femínisma og klám hafi meira að segja birst í prentútgáfu blaðsins. Elías nafngreinir ekki þessa menn á bloggi sínu en spyr að endingu: Hvað getur maður gert.Hægt er að skoða bloggsíðu Elíasar hér:
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira