Fótbolti

Njósnarinn segir Lars vinalegan en strangan þjálfara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þetta er Roland Andersson. Nafnið þekkja líklega fæstir Íslendingar en hann hefur þekkt Lars Lagerbäck í 42 ár. Roland og Lars voru saman í íþróttaháskóla á áttunda áratugnum en Roland hefur verið í þjálfarateymi Lars undanfarin átján ár. Fyrst með sænska landsliðið og nú það íslenska. 

 „Ég njósna fyrir liðið og hef verið með liðinu á mörgum æfingum,“ segir Roland sem hefur ferðast víða til að fylgjast með andstæðingum Íslands, bæði í undankeppni HM 2014 og EM 2016. Roland ber Lars vel söguna en hann er 66 ára, tveimur árum yngri en Lars sem verður 68 ára í júlí.

„Hann er mjög vinalegur, góður og vingjarnlegur,“ segir Roland. Hann telur að íslenskur strákarnir kunni vel við Lars. 

„Ég held að ein ástæðan sé hve strangur hann er og þeir vita hvernig þeir eiga að spila. Hann er frábær persóna til að vera í kringum.“

Roland segir að honum líði vel utan sviðsljóssins, á bak við tjöldin, en við spurðum hann hvernig þjálfari Lars væri?

„Hann er mjög strangur þjálfari. Hann ólst upp með mér þegar ég var leikmaður með Malmö lærðum við saman. Ég tók hann til Malmö og hann fylgdist með Bob Houghton og áttaði sig á mikilvægi þess að skipuleggja lið vel. Það er styrkur hans.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×