Krísufundur vegna Mosley 3. apríl 2008 17:28 NordcPhotos/GettyImages Max Mosley hefur farið fram á sérstakan krísufund hjá Alþjóða Akstursíþróttasambandinu í kjölfar alvarlegra ásakana sem hann hefur verið borinn í fjölmiðlum að undanförnu. Mosley, sem er yfirmaður sambandsins, á undir högg að sækja eftir að breska blaðið News of the World greindi frá því um helgina að hann hefði tekið þátt í kynlífssvalli með nasistaþema með fimm vændiskonum. Fundurinn fer væntanlega fram í París og verður honum komið á eins fljótt og mögulegt er eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu frá Akstursíþróttasambandinu. Mosley sagði sjálfur í yfirlýsingu í gær að hann ætlaði að halda áfram hjá FIA enda hafi hann hlotið stuðning víða að til þess. Nú virðist hins vegar síaukinn þrýstingur að hann láti af störfum. BMW og Mercedes sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðu hegðun Mosley honum til háborinnar skannar. Honda og Toyota tóku í svipaðan streng. Mosley hefur svarað og sagðist bera fullan skilning á viðbrögðum BMW og Mercedes-Benz, sér í lagi í ljósi sögu fyrirtækjanna á millistríðsárunum. „Hins vegar höfðu þau ekki samband við mig áður en þau gáfu frá sér yfirlýsinguna og spurðu hvort að ásakanir væru sannar," sagði Mosley en hann hefur áður neitað því að neitt nasistalegt hafi átt sér stað í áðurnefndu svalli. Formúla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Max Mosley hefur farið fram á sérstakan krísufund hjá Alþjóða Akstursíþróttasambandinu í kjölfar alvarlegra ásakana sem hann hefur verið borinn í fjölmiðlum að undanförnu. Mosley, sem er yfirmaður sambandsins, á undir högg að sækja eftir að breska blaðið News of the World greindi frá því um helgina að hann hefði tekið þátt í kynlífssvalli með nasistaþema með fimm vændiskonum. Fundurinn fer væntanlega fram í París og verður honum komið á eins fljótt og mögulegt er eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu frá Akstursíþróttasambandinu. Mosley sagði sjálfur í yfirlýsingu í gær að hann ætlaði að halda áfram hjá FIA enda hafi hann hlotið stuðning víða að til þess. Nú virðist hins vegar síaukinn þrýstingur að hann láti af störfum. BMW og Mercedes sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir sögðu hegðun Mosley honum til háborinnar skannar. Honda og Toyota tóku í svipaðan streng. Mosley hefur svarað og sagðist bera fullan skilning á viðbrögðum BMW og Mercedes-Benz, sér í lagi í ljósi sögu fyrirtækjanna á millistríðsárunum. „Hins vegar höfðu þau ekki samband við mig áður en þau gáfu frá sér yfirlýsinguna og spurðu hvort að ásakanir væru sannar," sagði Mosley en hann hefur áður neitað því að neitt nasistalegt hafi átt sér stað í áðurnefndu svalli.
Formúla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira