Súrrealískt að vinna með Ben Stiller Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. desember 2013 10:00 Ólafur Darri Ólafsson, leikari er með mörg járn í eldinum. Fréttablaðið/GVA „Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Það var alveg truflað að vinna með Ben, hann er náttúrulega maður sem ég hef fylgst með svo lengi,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, leikari en hann leikur á móti Ben Stiller í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Myndin var forsýnd á sérstakri hátíðarforsýningu síðastliðinn fimmtudag í Smárabíó en allir salir bíósins voru fullir af fólki. Myndin verður svo frumsýnd á Íslandi 3. janúar. „Myndin hefur fengið prýðis viðtökur en hún náttúrulega ekki enn komin í almenna sýningu hér né í Bandaríkjunum en hún hefur fengið góða gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Hann var viðstaddur frumsýningu myndarinnar á New York Film Festival í byrjun október. „Það var mjög gaman úti en eftir forsýninguna í Smárabíó get ég líklega ekki mætt á fleiri forsýningar eða frumsýningar sökum mikilli anna,“ útskýrir Ólafur Darri. Hann æfir þessa dagana af kappi fyrir Hamlet sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu þann 11. janúar. „Þetta er krefjandi hlutverk og maður þarf að vera í góðu formi,“ segir Ólafur Darri, sem var einmitt á leið í ræktina þegar blaðamaðurinn náði tali af honum. Þá er búið að gera svokallaðan prufuþáttur sem heitir Line of Sight en það er enginn annar en Jonathan Demme sem leikstýrir þáttunum en hann leikstýrði meðal annars The Silence of the Lambs og skrifað af Blake Masters, sem skrifaði meðal annars myndina 2 Guns, sem Baltasar Kormákur leikstýrði. „Ef það verður pikkað upp, þá myndu tökur líklega hefjast í apríl eða maí, í Atlanta í Georgíu. Þá þyrfti ég allavega að búa erlendis í einhvern tíma.“ Ólafur Darri er fæddur í Connecticut í Bandaríkjunum árið 1973. „Ég bjó þar þangað til ég var þriggja eða fjögurra ára en hef ekkert búið í Bandaríkjunum síðan þá. Hins vegar á ég skyldmenni sem búa í Bandaríkjunum.“ Ólafur Darri segist helst vilja fá góða bók í jólagjöf en hann verður alltaf meira og meira jólabarn með árunum. „En mér verður þó eiginlega alltaf meira og meira sama hvað ég fæ í jólagjöf með árunum,“ bætir Ólafur Darri við léttur í lund.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira