Malala snýr aftur til Pakistan í fyrsta sinn eftir skotárásina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2018 23:33 Malala Yousafzai hefur barist fyrir réttindum kvenna af miklum krafti. Vísir/Getty Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai sneri aftur til Pakistan í gær í fyrsta skipti frá því að vígamenn Talibana réðust á hana og særðu hana lífshættulega árið 2012. CNN greinir frá. Malala er nú tvítug en hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skóla af manni sem var andvígur því að stúlkur fengju að ganga í skóla. Hafði hún árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna í Pakistan og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún bjó. Var hún aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn talibana í Swat-dalnum. Eftir skotárásina var hún flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan, ásamt foreldrum sínum, í fylgd öryggisvarða. Lítið hefur verið gefið upp um hvað Malala hyggst gera í Pakistan en fastlega er gert ráð fyrir því að hún muni funda með Shahid Khaqan Abbasi, forsætisráðherra Pakistan. Tengdar fréttir Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai sneri aftur til Pakistan í gær í fyrsta skipti frá því að vígamenn Talibana réðust á hana og særðu hana lífshættulega árið 2012. CNN greinir frá. Malala er nú tvítug en hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skóla af manni sem var andvígur því að stúlkur fengju að ganga í skóla. Hafði hún árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna í Pakistan og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún bjó. Var hún aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn talibana í Swat-dalnum. Eftir skotárásina var hún flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan, ásamt foreldrum sínum, í fylgd öryggisvarða. Lítið hefur verið gefið upp um hvað Malala hyggst gera í Pakistan en fastlega er gert ráð fyrir því að hún muni funda með Shahid Khaqan Abbasi, forsætisráðherra Pakistan.
Tengdar fréttir Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23
Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12
Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51