Nefnd skoðar ásakanir á Impregilo 13. október 2005 15:20 Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram á hendur Impregilo, t.a.m. hvað varðar skattskil, launamál og aðbúnað starfsmanna. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem lagði málið fyrir á ríkisstjórnarfundinum í morgun, segir að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytisstjórarnir komi saman sem fyrst til að fara yfir málið. Hann á jafnvel von á því að það verði í þessari viku. Málið verður hins vegar ekki leyst á einum fundi að sögn ráðherrans en hann segir eitthvað í því eiga við rök að styðjast, annað ekki. Mörgum er í fersku minni þegar formaður Framsóknarflokksins þakkaði Impreglio sérstaklega fyrir að hafa boðið í verkið við Kárahnjúka og taldi það boð forsendu þess að hægt var að hefjast handa fyrr en ella. En er komið á daginn að þetta hafi verið mistök? Félagsmálaráðherra segir málið ekki snúast eingöngu um eitt fyrirtæki heldur stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og eina stærstu framkvæmd í Evrópu. Það kunni vel að vera að eitthvað í ferlinu þurfi að bæta og þá verði það gert. Þær raddir hafa heyrst að Impregilo hafi kverkatak á stjórnvöldum þar sem allar frekari tafir á verkinu geti kallað á háa skaðabótakröfu frá eigendum álversins - að þetta valdi því að fyrirtækið fái sérstaka meðferð. Félagsmálaráðherra hafnar því að verið sé að taka á fyrirtækinu með silkihönskum heldur fái það sömu meðferð og önnur fyrirtæki. En hvort að verkið tefst eða því verði flýtt segir ráðherra það ekki koma málinu við. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Sérstakri nefnd ráðuneytisstjóra verður falið að rannsaka þær ásakanir sem hafa komið fram á verktakafyrirtækið Impreglio. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en alls heyra umsvif fyrirtækisins hér á landi undir tíu ráðuneyti. Alvarlegar ásakanir hafa komið fram á hendur Impregilo, t.a.m. hvað varðar skattskil, launamál og aðbúnað starfsmanna. Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem lagði málið fyrir á ríkisstjórnarfundinum í morgun, segir að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytisstjórarnir komi saman sem fyrst til að fara yfir málið. Hann á jafnvel von á því að það verði í þessari viku. Málið verður hins vegar ekki leyst á einum fundi að sögn ráðherrans en hann segir eitthvað í því eiga við rök að styðjast, annað ekki. Mörgum er í fersku minni þegar formaður Framsóknarflokksins þakkaði Impreglio sérstaklega fyrir að hafa boðið í verkið við Kárahnjúka og taldi það boð forsendu þess að hægt var að hefjast handa fyrr en ella. En er komið á daginn að þetta hafi verið mistök? Félagsmálaráðherra segir málið ekki snúast eingöngu um eitt fyrirtæki heldur stærstu framkvæmd Íslandssögunnar og eina stærstu framkvæmd í Evrópu. Það kunni vel að vera að eitthvað í ferlinu þurfi að bæta og þá verði það gert. Þær raddir hafa heyrst að Impregilo hafi kverkatak á stjórnvöldum þar sem allar frekari tafir á verkinu geti kallað á háa skaðabótakröfu frá eigendum álversins - að þetta valdi því að fyrirtækið fái sérstaka meðferð. Félagsmálaráðherra hafnar því að verið sé að taka á fyrirtækinu með silkihönskum heldur fái það sömu meðferð og önnur fyrirtæki. En hvort að verkið tefst eða því verði flýtt segir ráðherra það ekki koma málinu við.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira