Rassálfur á Alþingi Davíð Þorláksson skrifar 28. mars 2018 06:37 Þingmenn eru mjög misforvitnir. Svo mjög að einn þeirra, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 77 fyrirspurnir til ráðherra á þessu þingi, sem eru fleiri fyrirspurnir en 41 annar þingmaður hefur lagt fram samanlagt. Þetta eru meira en tvær fyrirspurnir á hvern dag sem þingfundur hefur verið haldinn á þessu þingi. Allir hinir þingmennirnir hafa lagt fram 4,2 fyrirspurnir að meðaltali. Sá sem næstmest hefur spurt hefur lagt fram 18 fyrirspurnir. Sumar eru mikilvægar, eins og spurning um aksturskostnað þingmanna. Aðrar eru skrýtnar, eins og spurning um hversu margir atkvæðakassar hafi brotnað í hverjum alþingiskosningum síðan 2013. Enn aðrar hefði verið hægt að gúggla á nokkrum sekúndum, eins og spurninguna um hvert opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett sé. Oft eru margar spurningar í hverri fyrirspurn. Til dæmis er fyrirspurn um rekstur háskóla í 11 liðum og hver liður getur kallað á margþætt svar eins og spurning um hver fjöldi nýnema og fjöldi útskrifaðra nemenda á hverri önn í hverri deild í hverjum háskóla fyrir sig sl. 10 ár hafi verið. Réttur þingmanna til að fá svar við fyrirspurnum sínum til ráðherra er mikilvægur hluti af aðhaldshlutverki þingsins gagnvart ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Svona skrípaleikur gengisfellir hins vegar þetta hlutverk og bakar mikla vinnu og kostnað. Níu þingmenn hafa ekki séð ástæðu til að spyrja að neinu á yfirstandandi þingi. Það væri áhugavert ef einhver þeirra myndi spyrja hver kostnaður skattgreiðenda hefur verið við að svara öllum þessum fyrirspurnum Píratans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Þingmenn eru mjög misforvitnir. Svo mjög að einn þeirra, Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram 77 fyrirspurnir til ráðherra á þessu þingi, sem eru fleiri fyrirspurnir en 41 annar þingmaður hefur lagt fram samanlagt. Þetta eru meira en tvær fyrirspurnir á hvern dag sem þingfundur hefur verið haldinn á þessu þingi. Allir hinir þingmennirnir hafa lagt fram 4,2 fyrirspurnir að meðaltali. Sá sem næstmest hefur spurt hefur lagt fram 18 fyrirspurnir. Sumar eru mikilvægar, eins og spurning um aksturskostnað þingmanna. Aðrar eru skrýtnar, eins og spurning um hversu margir atkvæðakassar hafi brotnað í hverjum alþingiskosningum síðan 2013. Enn aðrar hefði verið hægt að gúggla á nokkrum sekúndum, eins og spurninguna um hvert opinbert nafn sveitarfélagsins þar sem höfuðborg Íslands er staðsett sé. Oft eru margar spurningar í hverri fyrirspurn. Til dæmis er fyrirspurn um rekstur háskóla í 11 liðum og hver liður getur kallað á margþætt svar eins og spurning um hver fjöldi nýnema og fjöldi útskrifaðra nemenda á hverri önn í hverri deild í hverjum háskóla fyrir sig sl. 10 ár hafi verið. Réttur þingmanna til að fá svar við fyrirspurnum sínum til ráðherra er mikilvægur hluti af aðhaldshlutverki þingsins gagnvart ríkisstjórn og stjórnsýslunni. Svona skrípaleikur gengisfellir hins vegar þetta hlutverk og bakar mikla vinnu og kostnað. Níu þingmenn hafa ekki séð ástæðu til að spyrja að neinu á yfirstandandi þingi. Það væri áhugavert ef einhver þeirra myndi spyrja hver kostnaður skattgreiðenda hefur verið við að svara öllum þessum fyrirspurnum Píratans.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar