Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:06 Samband Trump og Clifford á að hafa átt sér stað árið 2006. Þá var Trump tiltölulega nýgiftur núverandi eiginkonu sinni. Vísir/AFP Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford hefur lagt fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri vitni um fullyrðingar hennar um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og hvort hann hafi vitað af samkomulagi sem átti að tryggja að hún þegði um það. Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að losna undan þagmælskusamningi sem Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Cohen segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa og að hvorki Trump né framboð hans hafi greitt honum á móti. Auk þess að falast eftir skýrslu af Trump vill Michael Avenatti, lögmaður Clifford, að Cohen beri vitni. Þær skýrslutökur færu fram á bak við luktar dyr en ljúgi menn í þeim geta þeir átt yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur þvertekið fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Avenatti segir að tilgangurinn sé að komast að því hvort að Trump hafi veitt samkomulaginu blessun sína. Clifford telur sig lausa mála vegna þess að Trump skrifaði aldrei undir samkomulagið. Lögmenn Trump hafa hins vegar krafið hana um tuttugu milljónir dollara í sektir fyrir að brjóta gegn því. Greiðsla Cohen til Clifford er jafnvel talin hafa strítt gegn bandarískum kosningalögum. Í henni hafi í raun falist framlag til forsetaframboðs Trump sem hafi ekki verið gefið upp opinberlega og sé langt yfir lögbundnu hámarki um slík framlög. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford hefur lagt fram kröfu um að Donald Trump Bandaríkjaforseti beri vitni um fullyrðingar hennar um að þau hafi átt í kynferðislegu sambandi og hvort hann hafi vitað af samkomulagi sem átti að tryggja að hún þegði um það. Clifford, sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, höfðaði málið til að losna undan þagmælskusamningi sem Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Cohen segist hafa greitt Clifford 130.000 dollara úr eigin vasa og að hvorki Trump né framboð hans hafi greitt honum á móti. Auk þess að falast eftir skýrslu af Trump vill Michael Avenatti, lögmaður Clifford, að Cohen beri vitni. Þær skýrslutökur færu fram á bak við luktar dyr en ljúgi menn í þeim geta þeir átt yfir höfði sér ákæru fyrir meinsæri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur þvertekið fyrir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clifford. Avenatti segir að tilgangurinn sé að komast að því hvort að Trump hafi veitt samkomulaginu blessun sína. Clifford telur sig lausa mála vegna þess að Trump skrifaði aldrei undir samkomulagið. Lögmenn Trump hafa hins vegar krafið hana um tuttugu milljónir dollara í sektir fyrir að brjóta gegn því. Greiðsla Cohen til Clifford er jafnvel talin hafa strítt gegn bandarískum kosningalögum. Í henni hafi í raun falist framlag til forsetaframboðs Trump sem hafi ekki verið gefið upp opinberlega og sé langt yfir lögbundnu hámarki um slík framlög.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33