Alltaf viðbúinn krísuástandi. 13. október 2005 14:44 Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur. Hús og heimili Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur.
Hús og heimili Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira