Brotist inn í bíla íslenskra stuðningsmanna á meðan strákarnir léku gegn Portúgal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2016 09:30 Jóhann Óli var svo hátt uppi eftir jafnteflið í gær að hann var hinn hressasti þrátt fyrir innbrotið í nótt. Vísir/Tómas Þór Um átta þúsund íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra og gott betur á Stade Geofrroy-Guichard í gærkvöldi þar sem frækið og sögulegt jafntefli náðist gegn Portúgal á Evrópumótinu í Frakklandi. Á meðan þeir fögnuðu nýttu hins vegar bíræfnir þjófar tækifærið og brutust inn í bíla í nágrenni leikvangsins. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður Vísis sem er á ferðalagi í Frakklandi í tilefni EM, var einn þeirra sem kom að brotinni rúðu í bílaleigubíl sínum á tólfta tímanum í nótt að staðartíma eftir að leik lauk. Farið hafði verið inn í bílinn og meðal þess sem var tekið var fatnaður og miðinn á næsta leik Íslands í keppninni, gegn Ungverjum í Marseille á laugardaginn. Ferðafélagar Jóhanns Óla höfðu sem betur fer tekið vegabréf sín úr bílnum til vonar og vara og er hópurinn því enn með þau. Hópurinn fór á lögreglustöð í Saint-Étienne í nótt og tilkynnti þjófnaðinn. Í ljós kom að brotist hafði verið inn í um fjörutíu bíla sem áttu það allir sameiginlegt að vera ekki á kunnuglegum númeraplötum, plötum frá svæðinu. Meðal þeirra sem lentu í því að brotist var inn í bíl þeirra var íslensk fjölskylda þar sem þjófarnir létu greipar sópa. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Sagan skrifuð í Saint-Étienne Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær gegn Portúgal. Í fyrsta leiknum skoraði liðið fyrsta markið og náði í fyrsta stigið. Strákarnir okkar eru komnir aftur eftir hálfs árs runu af slæmum úrslitum. 15. júní 2016 06:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Um átta þúsund íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra og gott betur á Stade Geofrroy-Guichard í gærkvöldi þar sem frækið og sögulegt jafntefli náðist gegn Portúgal á Evrópumótinu í Frakklandi. Á meðan þeir fögnuðu nýttu hins vegar bíræfnir þjófar tækifærið og brutust inn í bíla í nágrenni leikvangsins. Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður Vísis sem er á ferðalagi í Frakklandi í tilefni EM, var einn þeirra sem kom að brotinni rúðu í bílaleigubíl sínum á tólfta tímanum í nótt að staðartíma eftir að leik lauk. Farið hafði verið inn í bílinn og meðal þess sem var tekið var fatnaður og miðinn á næsta leik Íslands í keppninni, gegn Ungverjum í Marseille á laugardaginn. Ferðafélagar Jóhanns Óla höfðu sem betur fer tekið vegabréf sín úr bílnum til vonar og vara og er hópurinn því enn með þau. Hópurinn fór á lögreglustöð í Saint-Étienne í nótt og tilkynnti þjófnaðinn. Í ljós kom að brotist hafði verið inn í um fjörutíu bíla sem áttu það allir sameiginlegt að vera ekki á kunnuglegum númeraplötum, plötum frá svæðinu. Meðal þeirra sem lentu í því að brotist var inn í bíl þeirra var íslensk fjölskylda þar sem þjófarnir létu greipar sópa.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30 Sagan skrifuð í Saint-Étienne Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær gegn Portúgal. Í fyrsta leiknum skoraði liðið fyrsta markið og náði í fyrsta stigið. Strákarnir okkar eru komnir aftur eftir hálfs árs runu af slæmum úrslitum. 15. júní 2016 06:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 1-1 | Sögulegt mark, sögulegt stig og söguleg stund í Saint-Étienne Birkir Bjarnason tryggði Íslandi 1-1 jafntefli í fyrsta leik okkar manna á EM, gegn sterku portúgölsku liði. Stundin þegar flautað var til leiksloka er ógleymanleg. 14. júní 2016 17:30
Sagan skrifuð í Saint-Étienne Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær gegn Portúgal. Í fyrsta leiknum skoraði liðið fyrsta markið og náði í fyrsta stigið. Strákarnir okkar eru komnir aftur eftir hálfs árs runu af slæmum úrslitum. 15. júní 2016 06:00