Borgarbúar njóti ágóðans Hildur Björnsdóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. Síðasta ár námu tekjur Orkuveitunnar tæplega 45 milljörðum króna og EBIDTA um 25 milljörðum króna. Fljótt á litið virðist mikill rekstrarárangur hafa náðst. Nettóskuldir hafa lækkað niður í 125 milljarða frá árinu 2009 eða um hundrað milljarða. Því skal þó haldið til haga að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa skuldir félagsins nær einvörðungu lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar. Að ákveðnu leyti hefur tekist að ná böndum á rekstri Orkuveitunnar eftir langan óstjórnartíma. Orkuveitan bjó við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Tækifæri til samninga við kröfuhafa voru vannýtt. Hagræðing í rekstri gekk of skammt. Skorið var niður í nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun innviða. Helsta aðgerðin fól í sér um 30 prósenta gjaldskrárhækkun með einu pennastriki. Gjaldskrár héldu áfram að hækka talsvert næstu árin. Með öðrum orðum: Borgarbúar greiddu einir fyrir fjárhagslega óstjórn Orkuveitunnar. Hlutverk Orkuveitunnar er einfalt. Hún skal veita borgarbúum grunnþjónustu á góðu verði – í sátt og samlyndi við náttúruna. Opinberir aðilar bera ríkar skyldur í þessum efnum. Þessum skyldum er ekki sinnt. Hagspá Orkuveitunnar gefur fyrirheit um 15 milljarða arðgreiðslur til eigenda. Þegar hafa 750 milljónir króna verið greiddar. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna næstu sex árin. Sömu fjárhæð mætti nýta til gjaldskrárlækkana sem að meðaltali myndu spara hverju heimili í borginni nærri 50 þúsund krónur árlega. Það samsvarar tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Í hagspá er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum gjaldskrárlækkunum. Lítið gert svo bjóða megi grunnþjónustu á góðu verði. Orkuveitan stendur frammi fyrir umhverfislegum áskorunum. Fréttir berast af brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun og örplast í skólpvatni er nú þekkt umhverfisvandamál. Ekki er gengið nægilega langt svo koma megi alfarið í veg fyrir vandann. Ýmislegt skortir svo félagið starfi í sátt og samlyndi við náttúruna. Árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Ávinninginn ætlar núverandi meirihluti að setja beint í bauk borgarsjóðs. Takmörkuð áform standa til gjaldskrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunnuglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til réttilegra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjaldskrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Við viljum minnka álögur. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg, og aðrir eigendur Orkuveitunnar, hverfi frá himinháum arðgreiðslum. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Ávinningurinn er tvíþættur. Orkuveitan færist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fá bót í heimilisbókhaldið.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. Síðasta ár námu tekjur Orkuveitunnar tæplega 45 milljörðum króna og EBIDTA um 25 milljörðum króna. Fljótt á litið virðist mikill rekstrarárangur hafa náðst. Nettóskuldir hafa lækkað niður í 125 milljarða frá árinu 2009 eða um hundrað milljarða. Því skal þó haldið til haga að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa skuldir félagsins nær einvörðungu lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar. Að ákveðnu leyti hefur tekist að ná böndum á rekstri Orkuveitunnar eftir langan óstjórnartíma. Orkuveitan bjó við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Tækifæri til samninga við kröfuhafa voru vannýtt. Hagræðing í rekstri gekk of skammt. Skorið var niður í nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun innviða. Helsta aðgerðin fól í sér um 30 prósenta gjaldskrárhækkun með einu pennastriki. Gjaldskrár héldu áfram að hækka talsvert næstu árin. Með öðrum orðum: Borgarbúar greiddu einir fyrir fjárhagslega óstjórn Orkuveitunnar. Hlutverk Orkuveitunnar er einfalt. Hún skal veita borgarbúum grunnþjónustu á góðu verði – í sátt og samlyndi við náttúruna. Opinberir aðilar bera ríkar skyldur í þessum efnum. Þessum skyldum er ekki sinnt. Hagspá Orkuveitunnar gefur fyrirheit um 15 milljarða arðgreiðslur til eigenda. Þegar hafa 750 milljónir króna verið greiddar. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna næstu sex árin. Sömu fjárhæð mætti nýta til gjaldskrárlækkana sem að meðaltali myndu spara hverju heimili í borginni nærri 50 þúsund krónur árlega. Það samsvarar tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Í hagspá er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum gjaldskrárlækkunum. Lítið gert svo bjóða megi grunnþjónustu á góðu verði. Orkuveitan stendur frammi fyrir umhverfislegum áskorunum. Fréttir berast af brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun og örplast í skólpvatni er nú þekkt umhverfisvandamál. Ekki er gengið nægilega langt svo koma megi alfarið í veg fyrir vandann. Ýmislegt skortir svo félagið starfi í sátt og samlyndi við náttúruna. Árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Ávinninginn ætlar núverandi meirihluti að setja beint í bauk borgarsjóðs. Takmörkuð áform standa til gjaldskrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunnuglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til réttilegra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjaldskrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Við viljum minnka álögur. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg, og aðrir eigendur Orkuveitunnar, hverfi frá himinháum arðgreiðslum. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Ávinningurinn er tvíþættur. Orkuveitan færist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fá bót í heimilisbókhaldið.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun