Erlent

Vont ástand versnar í Venesúela

Samúel Karl Ólason skrifar
Karlmaður var skotinn til bana í Venesúela þegar hópur fólks braut sér leið inn í verslanir í bænum Cumana. Víða um landið eru mótmæli og jafnvel óeirði þar sem íbúar krefjast þess að fá mat. Skortur á nauðsynjavörum hefur versnað undanfarin misseri.

Þrír aðrir hafa verið skotnir til bana í vikunni og búið er að handtaka hermann og lögregluþjón vegna banaskotanna. Samkvæmt eftirlitssamtökunum Venezuelan Observatory of Violence fara hópar íbúa ránshendi um samfélög sín um tíu sinnum á dag. Um 30 milljónir manna búa í Venesúela.

Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð



Nicolas Maduro segir mikla þurrka hafa leitt til mikils rafmagnsskorts í landinu, en stjórnarandstaðan segir stjórnvöld hafa klúðrað málunum. Vanræksla á rafmagskerfi landsins hafi leitt til ástandsins. Kallað er eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að koma Maduro frá völdum.

Sjálfur segir forsetinn að pólitískir andstæðingar sínir séu að há efnahagslegt stríð gegn þjóðinni til að koma honum frá völdum.


Tengdar fréttir

Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela

Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×