Tónlistamaðurinn Alan Walker og kærasta hans Viivi Niemi voru á dögunum hér á landi í fríi og nutu sín greinilega í botn.
Alan Walker er Norðmaður sem fæddist í Bretlandi og gaf til að mynda út lagið Faded á árið 2015 og hefur myndbandið við lagið 2,6 milljarða spilana á YouTube þegar þessi frétt er skrifuð.
Parið skellti sér að sjálfsögðu í Bláa Lónið og ferðuðust um landið eins og sjá má hér að neðan. Svo virðist sem parið hafi mætt til landsins á einkaþotu.




