Býst við að flensan fari á flug á næstu vikum en bóluefnið búið Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 12:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Flensutilfellum fer hægt og sígandi fjölgandi og býst sóttvarnalæknir við því að flensan nái hámarki um miðjan febrúar. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að flensan verði skæðari í ár en fyrri ár. Bóluefni gegn inflúensu er uppurið í landinu. Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús með inflúensu í desember, þar af tveir fullorðnir um áttrætt og eitt barn, að því er kom fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis um flensusmit á föstudag. Frá því í byrjun október hafi inflúensusmit verið staðfest hjá áttatíu einstaklingum og þeim fjölgi sem eru með inflúensulík einkenni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að flensan sé hægt og sígandi á uppleið og búast megi við að hún fari á flug á næstu vikum. Flensan sé mismunandi skæð á milli ára en ekkert bendi séstaklega til þess að hún verði skeinuhættari í ár en undanfarin ár. „Það á eftir að koma í ljós þegar hún fer á flug,“ segir hann. Vaxandi spurn eftir bóluefni Líkt og undanfarin ár kláraðist inflúensubóluefni á landinu fyrir áramót. Þórólfur segir að um 70.000 skammtar hafi komið til landsins í september og þeim hafi verið strax dreift um landið. „Það er reyndar eitthvað bóluefni sem Landspítalinn hefur pantað sérstaklega fyrir sína sjúklinga en ég held að það sé óhætt að segja allt annað bóluefni er búið. Það kunna að leynast einstaka skammtar á einstaka heilsugæslustöðvum. Það er mögulegt en það er eitthvað sáralítið,“ segir Þórólfur. Bólusetningar hafi verið vel auglýstar í haust en embættið mælir með bólusetningum fyrir áhættuhópa og heilbrigðisstarfsmenn en ekki allan almenning. Ljóst sé þó að margt heilbrigt fólk og vinnustaðir hafi farið í bólusetningu í haust og notað hluta af þeim skömmtum af bóluefninu sem komu til landsins. Þórólfur segir að spurn eftir bóluefni hafi farið vaxandi á undanförnum árum en embættið kunni ekki sérstakar skýringar á því. „Fyrir nokkrum árum vorum við bara með um 60.000 skammta og þurftum stundum að henda afgangi sem gekk ekki út. Það er ekki svo nú,“ segir hann. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Flensutilfellum fer hægt og sígandi fjölgandi og býst sóttvarnalæknir við því að flensan nái hámarki um miðjan febrúar. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að flensan verði skæðari í ár en fyrri ár. Bóluefni gegn inflúensu er uppurið í landinu. Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús með inflúensu í desember, þar af tveir fullorðnir um áttrætt og eitt barn, að því er kom fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis um flensusmit á föstudag. Frá því í byrjun október hafi inflúensusmit verið staðfest hjá áttatíu einstaklingum og þeim fjölgi sem eru með inflúensulík einkenni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að flensan sé hægt og sígandi á uppleið og búast megi við að hún fari á flug á næstu vikum. Flensan sé mismunandi skæð á milli ára en ekkert bendi séstaklega til þess að hún verði skeinuhættari í ár en undanfarin ár. „Það á eftir að koma í ljós þegar hún fer á flug,“ segir hann. Vaxandi spurn eftir bóluefni Líkt og undanfarin ár kláraðist inflúensubóluefni á landinu fyrir áramót. Þórólfur segir að um 70.000 skammtar hafi komið til landsins í september og þeim hafi verið strax dreift um landið. „Það er reyndar eitthvað bóluefni sem Landspítalinn hefur pantað sérstaklega fyrir sína sjúklinga en ég held að það sé óhætt að segja allt annað bóluefni er búið. Það kunna að leynast einstaka skammtar á einstaka heilsugæslustöðvum. Það er mögulegt en það er eitthvað sáralítið,“ segir Þórólfur. Bólusetningar hafi verið vel auglýstar í haust en embættið mælir með bólusetningum fyrir áhættuhópa og heilbrigðisstarfsmenn en ekki allan almenning. Ljóst sé þó að margt heilbrigt fólk og vinnustaðir hafi farið í bólusetningu í haust og notað hluta af þeim skömmtum af bóluefninu sem komu til landsins. Þórólfur segir að spurn eftir bóluefni hafi farið vaxandi á undanförnum árum en embættið kunni ekki sérstakar skýringar á því. „Fyrir nokkrum árum vorum við bara með um 60.000 skammta og þurftum stundum að henda afgangi sem gekk ekki út. Það er ekki svo nú,“ segir hann.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira