Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 11:28 Blaðasali í Hong Kong heldur á dagblaði þar sem fjallað er um nýja tegund kórónaveiru. Tilkynnt hefur verið um möguleg smit í Hong Kong, Taívan og Suður-Kóreu. AP/Andy Wong Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Líklegt er talið að óþekkt öndunarfærasýking sem hefur dregið einn til dauða í Kína sé ný gerð af svonefndri kórónaveiru og sé skyld þeirri sem olli FARS- og MERS-faröldrunum sem urðu hundruðum manna að aldurtila. Smitsjúkdómalæknir segir þó ólíklegt að veiran berist á milli manna. Rúmlega fjörutíu manns hafa smitast af völdum veirunnar í Kína með einkennum sem eru sögð líkjast lungnabólgu. Sýkingin komst fyrst upp í kínversku borginni Wuhan. AP-fréttastofan segir að sjö hafi veikst alvarlega. Rúmlega sextugur karlmaður lést af völdum alvarlegrar lungnabólgu sem var rakin til veirunnar. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun rannsóknir bendi til þess að um nýtt afbrigði af kórónaveiru sé að ræða. „Sem er veira sem við kannski þekkjum helst fyrir að valda kvefi, efri öndunarfærasýkningu og lungnabólgum en er veira sem líka kom upp árið 2003 þegar SARS-faraldurinn var. Hún er líka skyld Miðausturlandaveirunni sem hét MERS sem tengdist kameldýrum,“ sagði hún. Tilfellin í Kína segir hún virðast tengjast markaði með lifandi dýr í Wuhan. Markaðinum hafi verið lokað á nýársdag eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni var tilkynnt um faraldurinn á gamlársdag. Ekki hefur verið greint frá neinum nýjum tilfellum eftir 3.-4. janúar, að sögn Bryndísar. Ólíklegt er að veiran berist á milli manna og sagði Bryndís að hennar tilfinning væri að faraldurinn hefði verið kæfður í fæðingu með snörum viðbrögðum. Hún sé þó áminning um hversu fólk sé berskjaldað fyrir veirum, bæði kóróna- og inflúensuveirunni. Í tilkynningu á vef embættis landlæknis í dag kemur fram að ekki sé talin ástæða til neinna sértækra aðgerða vegna veirunnar og ekki sé ástæða til að takmarka ferðir til Suður-Kína. Einstaklingar sem koma tikl Íslands frá Wuhan með kvef, hósta og hita eru þó beðnir um að upplýsa heilbrigðisstarfsmenn um ferðir sínar. „Ekki er þörf á að allir einstaklingar leiti til heilbrigðiskerfisins sem nýlega hafa verið í Kína og fá kvef eða hósta. Einungis þeir sem veikjast alvarlega eða sem áhyggjur hafa af sínum veikindum leiti til heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira