Velta sér upp úr því sem Henderson sagði við Klopp eftir sigurinn á Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 13:00 Jordan Henderson leyfir sínum mönnum ekkert að slaka á. Hér fagnar hann sigurmarkinu með markaskoraranum Roberto Firmino. Getty/Visionhaus Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku. Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekki alltof mikið að klappa sér og sínum á bakið eftir enn einn sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liverpool er með fjórtán stiga forskot eftir 1-0 sigur á Tottenham. Henderson sjálfur hefur verið að spila vel að undanförnu og er farinn að vinna sér inn mikið hrós hjá knattspyrnufræðingum sem margir hafa efast um burði hans hingað til. Efsemdaraddirnar eru nánast hljóðnaðar. Henderson hefur sannað sig sem leiðtogi í liði heims- og Evrópumeistaranna og er einn af stóru ástæðunum fyrir því að liðið gefur ekkert eftir þrátt fyrir frábæra stöðu í toppsæti deildarinnar. Liverpool er í raun komið með aðra höndina á langþráðan meistaratitil eftir 20 sigra í fyrsta 21 leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Það er einmitt þessi frábæra staða sem fékk menn til að velta sér upp úr því sem Jordan Henderson virtist segja við knattspyrnustjórann Jürgen Klopp strax eftir sigurinn á Tottenham á laugardaginn. 'This is a team that has 61 points out of 63, yet they still expect more. The mentality installed in this team is something else' There's a reason Klopp calls these guys mentality monsters https://t.co/4yHv1GEZxR— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 12, 2020 Henderson átti vissulega ekki sinn besta leik en liðið gerði nóg til að halda marki sínu hreinu og landa þremur stigum. Einn af kostum Jordan Henderson er að hann segir nær alltaf sannleikann og forðast ekki gagnrýni á sig eða á frammistöðu Liverpool liðsins. Þegar myndavélarnar voru á honum í leikslok í Tottenham leiknum þá sást Henderson fara til knattspyrnustjórans síns út á velli. Eftir að þeir föðmuðust þá var eins og hann segði við Klopp: „Þetta er ekki nógu gott, þetta var ömurlegt.“ Við vitum náttúrulega ekki hvort hann var að tala um sinn leik eða leik liðsins. Þar voru vissulega ekki allir undir sama hatti. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigurinn með góðu marki og Alisson Becker var mjög góður í markinu. Það er samt athyglisvert að strax eftir svona mikilvægan sigur þar sem lið hans er komið enn eitt stóra skrefið í átt að meistaratitlinum þá er Henderson eins jarðbundinn og menn vera. Stuðningsmenn Liverpool tóku eftir þessu og hafa hrósað fyrirliða sínum fyrir það sem þeir segja dæmi um frábært hugarfar hans og liðsins. „Þetta er liðið sem hefur náð í 61 af 63 mögulegum stigum og er með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en býst samt við meiru af sér. Hugarfar þessa liðs er eitthvað allt annað en við höfum séð,“ skrifaði einn stuðningsmaður Liverpool á Twitter. Jú það er ástæða fyrir því að Jürgen Klopp kallar leikmenn sína „mentality monsters“ eða kannski „skapgerðar skrímsli“ stuðlað á íslensku.
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira