Lífið

Gróður á húsþökum

Mikið hefur færst í aukana erlendis að gróðri sé komið fyrir á húsþökum. Í löndum eins og Þýskalandi hefur þetta náð sérstaklega miklum vinsældum því lögin krefjast þess að hluti af byggingum og svæðinu þar í kring séu græn og eru nú þök á heimilum, iðnaðarhúsnæði og skólum þakin ýmiskonar gróðri.

Í Bandaríkjunum hefur græna þakbylgjan látið að sér kveða og þykja þau einstaklega skemmtileg lausn í miklu þéttbýli þar sem lítið er um gróðursvæði og hefur ráðhúsið í Chicago verið þakið grænum gróðri. Í kjölfarið hafa sprottið upp fyritæki sem hanna og selja sérstök kerfi sem komið er fyrir á þakinu svo gróðursvæðið fái sem bestan jarðveg án þess að það valdi skemmdum á húsnæði.

Helstu kostirnir við grænt þak þykja að dregið er úr orkukostnaði þar sem gróðurinn dregur til sín hitann sem annars myndi leita inn í húsið. Veður og vindar sem yfirleitt valda skemmdum á hefðbundnu þaki verða bestu vinir þaksins og viðhalda gróðrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.