Krepptur hnefi verkfallsbarna Þórdís Valsdóttir skrifar 3. mars 2020 14:22 Nú eru liðnir, að því er virðist, óteljandi dagar síðan verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar í borginni hófust en lausn deilunnar virðist ekki í sjónmáli. Er ekki nóg komið? Flest börn þrífast á rútínu, lífið gengur einfaldlega betur þegar hversdagsleikinn svokallaði er í hámarki. Venjulegir dagar þar sem börn þurfa ekki að fylgja foreldrum sínum eftir í vinnu, foreldrar taka sér leyfi úr vinnu eða börnin eru á vergangi hjá vinum og vandamönnum. Verkfallið er farið að taka sinn toll af geðheilsu barnanna og í mínum veruleika endurspeglaðist það í krepptum hnefa dóttur minnar, verkfallsbarnsins, sem skall á andlitið á mér eftir einn af þessum verkfallsdögum þar sem öll stórfjölskyldan hafði lagt sitt á vogarskálarnar til þess að láta púslið ganga upp. Þegar þetta er skrifað hafa samningsaðilar ekki fundað í sex daga, það er að mínu mati virðingarleysi við þau 3500 börn sem verkfallið hefur áhrif á. Ég skal taka því á hnefanum að skipuleggja heimilislífið, eiga daglega skipulagsfundi með maka mínum og reyna að útskýra á einfaldan máta fyrir dætrum mínum hvernig dagarnir eru og munu verða. Ég get þó ekki sætt mig við að aðgerðarleysi samningsaðila bitni á geðheilsu barnanna. Að mínu mati eiga börnin það skilið að þið fundið, í það minnsta.Höfundur er lögfræðingur, útvarpskona og móðir tveggja leikskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú eru liðnir, að því er virðist, óteljandi dagar síðan verkfallsaðgerðir félagsmanna Eflingar í borginni hófust en lausn deilunnar virðist ekki í sjónmáli. Er ekki nóg komið? Flest börn þrífast á rútínu, lífið gengur einfaldlega betur þegar hversdagsleikinn svokallaði er í hámarki. Venjulegir dagar þar sem börn þurfa ekki að fylgja foreldrum sínum eftir í vinnu, foreldrar taka sér leyfi úr vinnu eða börnin eru á vergangi hjá vinum og vandamönnum. Verkfallið er farið að taka sinn toll af geðheilsu barnanna og í mínum veruleika endurspeglaðist það í krepptum hnefa dóttur minnar, verkfallsbarnsins, sem skall á andlitið á mér eftir einn af þessum verkfallsdögum þar sem öll stórfjölskyldan hafði lagt sitt á vogarskálarnar til þess að láta púslið ganga upp. Þegar þetta er skrifað hafa samningsaðilar ekki fundað í sex daga, það er að mínu mati virðingarleysi við þau 3500 börn sem verkfallið hefur áhrif á. Ég skal taka því á hnefanum að skipuleggja heimilislífið, eiga daglega skipulagsfundi með maka mínum og reyna að útskýra á einfaldan máta fyrir dætrum mínum hvernig dagarnir eru og munu verða. Ég get þó ekki sætt mig við að aðgerðarleysi samningsaðila bitni á geðheilsu barnanna. Að mínu mati eiga börnin það skilið að þið fundið, í það minnsta.Höfundur er lögfræðingur, útvarpskona og móðir tveggja leikskólabarna.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar