Ert þú barnið mitt? Helga Vala Helgadótttir skrifar 7. desember 2012 06:00 Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á Alþingi löngu tímabært frumvarp til breytinga á barnalögum. Um er að ræða slíka réttarbót að ótrúlegt er að hún sé ekki fyrir löngu afgreidd. Örlítil breyting á 10. gr. barnalaga, sem segir til um hverjir geti átt aðild að faðernismáli.Um hvað snýst málið? Samkvæmt pater est reglu barnalaga er barn, sem fæðist í hjúskap eða skráðri sambúð, sjálfkrafa feðrað. Séu aðstæður aðrar er móður skv. 1. gr. barnalaga skylt að feðra barnið, þ.e. gefa upp hver faðir er, og er það skráð. Þannig er talið að grundvallarréttur barns um að þekkja báða foreldra sína sé tryggður. Hlutirnir eru bara ekki alltaf svona einfaldir. Það gerist að börn eru ranglega feðruð. Þá er það, vegna þess hvernig barnalögin eru í dag, á valdi móður, barns, eða þess sem skráður er faðir að leiðrétta rangindin. Þarf síðarnefndu aðilunum þá að vera kunnugt um hina röngu skráningu. Sá maður, sem telur sig vera föður barnsins, getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum.Réttur barns Grundvallarrétturinn á að þekkja báða foreldra sína er svo ótvíræður að það skýtur skökku við að löggjafinn geri beinlínis ráð fyrir því að móður sé það í sjálfsvald sett að feðra barn sitt öðrum en blóðföður án möguleika hans á að leiðrétta feðrunina. Þannig getum við jafnvel séð móður feðra barn sitt öðrum, í þeim eina tilgangi að útiloka hinn rétta föður frá barninu. Slík hrópleg mismunun á réttindum foreldris ætti ekki að eiga sér stað í lögum.Réttur manns til úrlausnar Í lok árs 2000 féll dómur í Hæstarétti manni í vil sem krafðist þess að fá að leita réttar síns varðandi feðrun barns sem hann taldi að væri sitt. Í barnalögum þess tíma var bara móður og barni heimilt að fara í mál, og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að löggjöf, sem takmarkaði rétt manns til að fá úrlausn dómstóla um málefni er varðar hagsmuni hans, bryti gegn 70. gr. stjórnarskrár, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fékk hann því leyfi til að fara í faðernismál til að láta kanna hvort hann væri faðir barnsins. Barnalögunum var breytt í kjölfarið en því miður ekki að fullu. Þeim manni sem taldi sig föður barns var bætt við en eingöngu væri barnið ófeðrað. Enn standa eftir þeir menn, sem telja sig feður barna, en börnin ranglega feðruð. Þeir geta enn ekki leitað réttar síns þrátt fyrir tilmæli Hæstaréttar fyrir um 12 árum síðan.Komið málinu á dagskrá Þetta þjóðþrifaverk er ekki að koma í fyrsta sinn fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum lagði Dögg Pálsdóttir, þá varaþingmaður, sambærilegt frumvarp fyrir Alþingi en málið náði ekki framgangi á þinginu. Það má ekki gerast að þetta frumvarp hljóti sömu örlög. Þetta eru ekki mörg börn sem ranglega eru feðruð án vitneskju um það, en það að vita af einum blóðföður sem ekki getur leitað réttar síns fyrir dómi er bara of mikið. Hver vika, mánuður og ár sem föður og barni er meinað að kynnast vegna laga sem þarf að breyta er of langur tími. Klárið verkið kæru þingmenn, það er ykkar að laga þetta.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar