Öryggi farþega og starfsmanna á Reykjavíkurflugvelli Unnar Ólafsson skrifar 8. maí 2020 10:30 Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar hefur lengi verið karpað. Nýlega var undirritað samkomulag af borgarstjóra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem aðilar eru sammála um að hefja rannsóknir í Hvassahrauni næstu tvö árin og eftir það verði tekin ákvörðun um að flytja flugvöllinn eða ekki. Það er tímafrekt að byggja nýjan flugvöll og það má gera ráð fyrir amk 10-15 ára uppbyggingartíma. Þannig að starfsemi Reykjavíkurflugvallar ætti að vera trygg fram til 2035. Nú stendur til að reisa íbúabyggð í Skerjafirði sem þrengir enn frekar að flugvellinum og mun hafa hin ýmsu áhrif á hann sem gætu lækkað notkunarstuðul. Meðal þeirra áhrifa sem við í stjórn Félags flugmálastarfsmanna ríkisins höfum áhyggjur af er að með tilkomu þessarar byggðar missir flugvallarþjónustan sem sinnir slökkviviðbragði æfingasvæði sitt sem á að fara undir fyrirhugað hverfi. Öllum er ljóst að þau sem sinna slökkviviðbragði þurfa að geta æft reglulega. Á þessu svæði er m.a. æft að kæla búk flugvélar til þess að tryggja lífvænlegar aðstæður þeirra sem inni eru á sem allra stystum tíma. Þarna er sömuleiðis klippivinna æfð á bæði bílum og gömlum flugvélum og svo eitt af því mikilvægasta sem eru æfingar með eldi. Hverfi þetta æfingasvæði er hvergi rými eftir á flugvellinum sem hentar flugvallarþjónustunni til þess að æfa með eld, ekki nema þá saklausan bálköst sem er ekkert í líkingu við þá olíuelda sem þau gætu þurft að kljást við. Það er ekki einungis hættulegra fyrir þá sem um völlinn fara heldur líka þau sem sinna slökkviviðbragði. Við í FFR höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun og setjum spurningarmerki við það að láta einstaklinga sinna slökkvistörfum án þess að til staðar sé aðstaða til þess að æfa með lifandi eld. Tæplega 60 þúsund flughreyfingar voru á Reykjavíkurflugvelli árið 2019 og fóru um 350 þúsund manns í gegn um völlinn. Er það forsvaranlegt að á jafn umsvifamiklum velli sem hefur einnig það hlutverk að vera varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll, sé engin aðstaða fyrir þau sem sinna slökkviviðbragði til þess að æfa sig? Fyrst samkomulag náðist um það að völlurinn verði þarna næstu tvo áratugina eða svo þarf sömuleiðis samhugur að ríkja um það að þau sem þarna vinna geti sinnt vinnu sinni án þess að stofna öðrum og sjálfum sér í óþarfa hættu. Og að Reykjavíkurborg gefi flugvellinum grið í þessi ár sem um var samið. Höfundur er formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR).
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun