Lars: Ber þessi úrslit saman við 5-0 sigurinn 2004 Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 20:00 Lars Lagerbäck hafði ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 2000 eða á fimm stórmótum í röð sem þjálfari og byrjaði ekki á því í gærkvöldi þegar strákarnir okkar náðu jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gær. Svíinn var eðlilega hress og kátur en þó, eins og alltaf, með fæturnar á jörðinni þegar hann ræddi við blaðamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag. Hann var eðlilega kátur með frammistöðu strákanna. „Þú getur kallað þetta að vera stoltur. Við bjuggumst við þessu af leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir spiluðu leikinn og hversu mikið þeir lögðu sig fram og héldu skipulagi. Þetta var ekki fullkomið en nokkuð gott þannig ég var mjög sáttur,“ sagði Lars við íþróttadeild á æfingu íslenska liðsins í dag. 8.000 Íslendingar voru á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gærkvöldi og studdu vel við bakið á liðinu. Lars gat ekki hrósað þeim nóg. „Stuðningurinn var algjörlega frábær. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti liðsins á stórmóti heldur stuðningsmannanna líka. Stuðningurinn var alveg magnaður. Ég gef þeim allt það hrós sem ég get gefið,“ sagði Lars. Lars er á sínu sjöunda stórmóti en áður stýrði hann Svíum á fimm stórmótum og Nígeríu síðast á HM 2014. Hann tapaði í fyrsta leik með Svíana á EM 2000 gegn Belgíu en síðan þá hefur hann ekki tapað í fyrsta leik. Tölfræðin: tveir sigrar og þrjú jafntefli með Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. En hvar eru þessi úrslit á listanum hjá honum? „Ef ég á að bera þetta saman við eitthvað myndi ég segja þegar við spiluðum við Búlgaríu 2004 og unnum 5-0. Að fá svona byrjun gegn einu besta liðinu í mótinu er auðvitað algjörlega frábært.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15 Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00 Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45 „Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Sjá meira
Lars Lagerbäck hafði ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 2000 eða á fimm stórmótum í röð sem þjálfari og byrjaði ekki á því í gærkvöldi þegar strákarnir okkar náðu jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gær. Svíinn var eðlilega hress og kátur en þó, eins og alltaf, með fæturnar á jörðinni þegar hann ræddi við blaðamenn á æfingasvæði íslenska liðsins í Annecy í dag. Hann var eðlilega kátur með frammistöðu strákanna. „Þú getur kallað þetta að vera stoltur. Við bjuggumst við þessu af leikmönnunum. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir spiluðu leikinn og hversu mikið þeir lögðu sig fram og héldu skipulagi. Þetta var ekki fullkomið en nokkuð gott þannig ég var mjög sáttur,“ sagði Lars við íþróttadeild á æfingu íslenska liðsins í dag. 8.000 Íslendingar voru á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne í gærkvöldi og studdu vel við bakið á liðinu. Lars gat ekki hrósað þeim nóg. „Stuðningurinn var algjörlega frábær. Þetta er ekki bara í fyrsta skipti liðsins á stórmóti heldur stuðningsmannanna líka. Stuðningurinn var alveg magnaður. Ég gef þeim allt það hrós sem ég get gefið,“ sagði Lars. Lars er á sínu sjöunda stórmóti en áður stýrði hann Svíum á fimm stórmótum og Nígeríu síðast á HM 2014. Hann tapaði í fyrsta leik með Svíana á EM 2000 gegn Belgíu en síðan þá hefur hann ekki tapað í fyrsta leik. Tölfræðin: tveir sigrar og þrjú jafntefli með Svíþjóð, Nígeríu og Ísland. En hvar eru þessi úrslit á listanum hjá honum? „Ef ég á að bera þetta saman við eitthvað myndi ég segja þegar við spiluðum við Búlgaríu 2004 og unnum 5-0. Að fá svona byrjun gegn einu besta liðinu í mótinu er auðvitað algjörlega frábært.“ Allt viðtalið má sjá hér að ofan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30 Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15 Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00 Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45 „Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Sjá meira
Eiður Smári: Mér er sama hvað Ronaldo segir "Frammstaða okkar byggðist á stolti, karakter en fyrst og fremst mikilli vinnusemi.“ 15. júní 2016 12:30
Lars um Ronaldo: Hann hélt að þetta yrði auðvelt og því skil ég að hann er mjög svekktur Landsliðsþjálfarinn vill að íslenska liðinu sé sýnd virðing inn á vellinum. 15. júní 2016 13:15
Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður heims, var vægast sagt svekktur eftir að gera bara jafntefli gegn litla Íslandi í gærkvöldi. 15. júní 2016 12:00
Forsíður portúgölsku blaðanna: Norræn refsing og íslenskur veggur Portúgölsku blöðin voru ekki ánægð með jafntefli sinna manna gegn Íslandi í gær. 15. júní 2016 13:45
„Eiður Smári var í raun mikilvægasti maður leiksins“ Theodór Elmar Bjarnason, Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck lofa þátt Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum í gær þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað. 15. júní 2016 14:15