Massa: Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. nóvember 2016 20:00 Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég vil byrja á að þakka áhorfendum sem gáfust ekki upp fyrir rigningunni. Ég átti frekar rólega keppni fremst. Það var aðeins um það að bílar væru að sigla ofan á pollum. Eina dramað hjá mér í dag var að smá vatn kom inn í hjálminn hjá mér. Þetta var einn auðveldasti kappaksturinn sem ég hef unnið,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Þetta gekk ekki hjá mér í dag. Lewis stóð sig vel, en ég get lifað með öðru sætinu í dag. Ég lenti í smá atviki en það slapp þar sem ég snérist haálfpartinn en það slapp fyrir horn,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Upp að ráslínunni var hált. Ég náði að halda bílnum þegar hann fór að renna þar. Ég er afar glaður að enda á verðlaunapallinum,“ sagði Max Verstappen sem náði ótrúlegu þriðja sæti í dag, þrátt fyrir afleidda keppnisáætlun Red Bull liðsins. „Lewis og Nico voru eins góðir og þeir gátu verið. Max Verstappen var ótrúlegur, hann sannaði enn og aftur í dag hvað hann er afburðagóður,“ sagði Niki Lauda ráðgjafi Mercedes liðsins. „Þetta var einn besti akstur sem ég hef séð í Formúlu 1. Max ók síðustu 15 hringina á ótrúlegan hátt. Hann þráði bara greinilega að komast á verðlaunapallinn. Hann átti verðlaunapallinn skilið í dag,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Það er erfitt að útskýra tilfinninguna sem fylgir því að ná ekki að klára keppnina fyrir aðdáendur mína sem eru hér. Það er eins og Guð hafi ákveðið að ég ætti að stoppa þarna til að kveðja áhorfendur. Það var sérstakt að sjá önur lið standa vörð þegar ég kom gangandi framhjá. Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi,“ sagði Felipe Massa sem því miður lauk ekki keppninni í dag eftir að hafa lent á varnarvegg. „Ég get ekki lýst gleði minni og það er sérstakt að þetta hafi gerst hér. Mér líður eins og við höfum unnið,“ sagði Felipe Nasr sem varð níundi í dag á Sauber og náði í fyrstu tvö stig liðsins í ár. Formúla Tengdar fréttir Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30 Lewis Hamilton vann í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum. 13. nóvember 2016 19:11 Lewis Hamilton á ráspól í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 12. nóvember 2016 16:44 Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég vil byrja á að þakka áhorfendum sem gáfust ekki upp fyrir rigningunni. Ég átti frekar rólega keppni fremst. Það var aðeins um það að bílar væru að sigla ofan á pollum. Eina dramað hjá mér í dag var að smá vatn kom inn í hjálminn hjá mér. Þetta var einn auðveldasti kappaksturinn sem ég hef unnið,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Þetta gekk ekki hjá mér í dag. Lewis stóð sig vel, en ég get lifað með öðru sætinu í dag. Ég lenti í smá atviki en það slapp þar sem ég snérist haálfpartinn en það slapp fyrir horn,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Upp að ráslínunni var hált. Ég náði að halda bílnum þegar hann fór að renna þar. Ég er afar glaður að enda á verðlaunapallinum,“ sagði Max Verstappen sem náði ótrúlegu þriðja sæti í dag, þrátt fyrir afleidda keppnisáætlun Red Bull liðsins. „Lewis og Nico voru eins góðir og þeir gátu verið. Max Verstappen var ótrúlegur, hann sannaði enn og aftur í dag hvað hann er afburðagóður,“ sagði Niki Lauda ráðgjafi Mercedes liðsins. „Þetta var einn besti akstur sem ég hef séð í Formúlu 1. Max ók síðustu 15 hringina á ótrúlegan hátt. Hann þráði bara greinilega að komast á verðlaunapallinn. Hann átti verðlaunapallinn skilið í dag,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. „Það er erfitt að útskýra tilfinninguna sem fylgir því að ná ekki að klára keppnina fyrir aðdáendur mína sem eru hér. Það er eins og Guð hafi ákveðið að ég ætti að stoppa þarna til að kveðja áhorfendur. Það var sérstakt að sjá önur lið standa vörð þegar ég kom gangandi framhjá. Ég á aldrei eftir að gleyma þessum degi,“ sagði Felipe Massa sem því miður lauk ekki keppninni í dag eftir að hafa lent á varnarvegg. „Ég get ekki lýst gleði minni og það er sérstakt að þetta hafi gerst hér. Mér líður eins og við höfum unnið,“ sagði Felipe Nasr sem varð níundi í dag á Sauber og náði í fyrstu tvö stig liðsins í ár.
Formúla Tengdar fréttir Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30 Lewis Hamilton vann í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum. 13. nóvember 2016 19:11 Lewis Hamilton á ráspól í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 12. nóvember 2016 16:44 Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamagangur í Brasilíu | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi. 13. nóvember 2016 21:30
Lewis Hamilton vann í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum. 13. nóvember 2016 19:11
Lewis Hamilton á ráspól í Brasilíu Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 12. nóvember 2016 16:44
Rosberg: Ég hugsa ekkert um að ég hafi einhverju að tapa á morgun Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 12. nóvember 2016 23:00