Hættulegri en síkópat með öxi 11. júlí 2006 06:45 Logi Ólafsson opnar enska tippleikinn á dv.is „Mér fannst leikurinn ágætis skemmtun á að horfa,“ segir Logi Ólafsson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu og núverandi þjálfari upprennandi knattspyrnunörda, í væntanlegum sjónvarpsþætti á Sýn. „Ítalirnir voru kannski með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en síðan fannst mér nú Frakkarnir vera betri í seinni hálfleik og hefðu kannski getað knúið fram sigur með því að vera svolítið ákafari í því að koma með fleiri menn inn í vítateiginn. Ég held að Ítalir séu vel að sigrinum komnir þótt maður hafi borið smá von í brjósti um að Zinedine Zidane myndi enda sinn feril sem besti maður keppninnar og heimsmeistari en það fór nú öðruvísi en á horfðist.“ Loga var ekki skemmt þegar Zidane stangaði Materazzi, varnarmann Ítala, í brjóstkassann. „Maður varð fyrir andlegu sjokki þegar maður sá hvað gerðist og þurfti nánast áfallahjálp á eftir. Ég hef nú samt tilhneigingu til að fyrirgefa Zidane þótt hann missi sig í nokkrar sekúndur á löngum og gifturíkum ferli því ég hef reynslu af Materazzi úr leik Íslands við Ítalíu á Laugardalsvelli. Ég get alveg fullyrt að hann er ekki hvers manns hugljúfi sá drengur. Materazzi í fótboltaskóm er hættulegri en síkópat með öxi. Honum líður örugglega illa eftir þetta og ég vona nú bara að Materazzi líði ekki vel heldur,“ segir Logi, sem þó er sammála því að Zidane hafi verið besti leikmaður mótsins. Innlent Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
„Mér fannst leikurinn ágætis skemmtun á að horfa,“ segir Logi Ólafsson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu og núverandi þjálfari upprennandi knattspyrnunörda, í væntanlegum sjónvarpsþætti á Sýn. „Ítalirnir voru kannski með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en síðan fannst mér nú Frakkarnir vera betri í seinni hálfleik og hefðu kannski getað knúið fram sigur með því að vera svolítið ákafari í því að koma með fleiri menn inn í vítateiginn. Ég held að Ítalir séu vel að sigrinum komnir þótt maður hafi borið smá von í brjósti um að Zinedine Zidane myndi enda sinn feril sem besti maður keppninnar og heimsmeistari en það fór nú öðruvísi en á horfðist.“ Loga var ekki skemmt þegar Zidane stangaði Materazzi, varnarmann Ítala, í brjóstkassann. „Maður varð fyrir andlegu sjokki þegar maður sá hvað gerðist og þurfti nánast áfallahjálp á eftir. Ég hef nú samt tilhneigingu til að fyrirgefa Zidane þótt hann missi sig í nokkrar sekúndur á löngum og gifturíkum ferli því ég hef reynslu af Materazzi úr leik Íslands við Ítalíu á Laugardalsvelli. Ég get alveg fullyrt að hann er ekki hvers manns hugljúfi sá drengur. Materazzi í fótboltaskóm er hættulegri en síkópat með öxi. Honum líður örugglega illa eftir þetta og ég vona nú bara að Materazzi líði ekki vel heldur,“ segir Logi, sem þó er sammála því að Zidane hafi verið besti leikmaður mótsins.
Innlent Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira