Innlent

Svava tekur við nýju starfi mann­auðs­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Svava Þorsteinsdóttir.
Svava Þorsteinsdóttir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Svava Þorsteinsdóttir mun taka við nýju starfi mannauðsstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins kemur fram að Svava hafi meðal annars starfað sem mannauðsstjóri Lyfju og Formaco og lokið MA gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2006.

„Hún er einnig með BSc í hótel,- veitingahúsa- og ferðamálastjórnun frá University of Massachusetts. Sem mannauðsstjóri ráðuneytisins mun Svava vinna náið með forstöðumönnum þeirra 52 stofnana sem undir ráðuneytið heyra og sinna ráðgjöf og aðstoð við þá, auk stuðnings við stjórnendur ráðuneytisins.

Starfið var auglýst þann 8. febrúar sl. en alls sóttu 30 um.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×