Innlent

Sætta sig ekki við sakfellingu að neinu leyti

Jakob Möller og Gestur Jónsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Jakob Möller og Gestur Jónsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. MYND/GVA
Lögmenn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar segja að þeir sætti sig ekki við sakfellingu að neinu leyti í Baugsmálinu í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í dag. Þá segja þeir niðurstöðu dómsins endurspegla mat hans að langmestur hluti ákærunnar hafi verið tilefnislaus.

Gestur Jónsson og Jakob R. Möller segja í yfirlýsingunni að Jón Ásgeir og Tryggvi hafi frá upphafi lýst yfir sakleysi sínu og hafi gert því ráð fyrir að verða sýknaðir af öllum liðum ákærunnar á hendur þeim.

„Hafa ber í huga að ákæruvaldið hefur gefið út ákærur í 58 liðum gagnvart Jóni Ásgeiri og hann hefur verið sakfelldur í einu tilviki. Ákæruliðir á hendur Tryggva voru samtals 36 og hann var sakfelldur í fjórum liðum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag var 90% sakarkostnaðarins lagður á ríkissjóð í tilviki Jóns Ásgeirs en 80% í tilviki Tryggva. Þessi niðurstaða dómaranna endurspeglar mat þeirra um að langmestur hluti ákærunnar á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva hafi verið tilefnislaus.

Þótt ekki komi til neinnar refsingar vegna skilorðsbindingarinnar sætta Jón Ásgeir og Tryggvi sig ekki við sakfellingu að neinu leyti," segir að endingu í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×