Erlent

Al-Sadr biðlar til ESB og Frakka

Sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr hefur beðið Evrópusambandið og frönsk stjórnvöld um að sannfæra aðrar Evrópuþjóðir um að draga herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í viðtali við klerkinn á líbönsku sjónvarpsstöðinni Al-Manar sem tekið var upp í gær. Al-Sadr biðlaði einnig til mannræningjanna sem hafa í haldi sínu frönsku blaðamennina Christian Chesnot og Georges Malbrunot og bað um að þeim yrði sleppt því Frakkar hefðu verið á móti innrásinni í Írak. Chesnot og Malbrunot var rænt í ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×