Erlent

Japanir vilja nýja stjórnarskrá

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði í gær að það þyrfti að endurskoða stjórnarskrá landsins. Ástæðuna sagði hann að sú stjórnarskrá sem Bandaríkjamenn hefðu sett Japönum eftir síðari heimsstyrjöld væri úrelt með tilliti til heimsmála í dag.

Nýja stjórnarskrá þyrfti til þess að gera Japönum kleift að vernda sig og auka öryggi sitt. Í núverandi stjórnarskrá er öllum stríðsrekstri afneitað en þeirri grein vill Abe breyta svo japanski herinn geti tekið þátt í friðargæsluverkefnum um víða veröld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×