Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2016 20:45 Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember. Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember.
Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15