Innlent

Bílvelta á Langholtsvegi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Umferðaróhapp varð á Langholtsvegi við Sæbraut í nótt með þeim afleiðingum að bíll valt. Annar ökumaðurinn var farinn af vettvangi er lögregla kom en fannst fljótt þar nærri og er hann grunaður um ölvun við akstur.

Að lokinni aðhlynningu á slysadeild vegna minniháttar meiðsla var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Þó nokkuð var um ölvaða ökumenn í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og stöðvaði lögregla alls fimm ökumenn grunaða um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Þá var ekið á erlendan ferðamann á Laugavegi í nótt og er talið líklegt að hann hafi fótbrotnað. Tveir ökumenn sem ætluðu sér að sækja lykla að bílum í vörslu lögreglunnar á Dalvegi áttu ekki erindi sem erfiði en annar maðurinn hafði komið til að sækja lykla af bifreið sem voru í vörslu lögreglu en sterka kannabis lykt lagði frá manninum. Aðspurður um fíkniefni framvísaði maðurinn ætluðum fíkniefnum.

Skömmu síðar var annar maður á ferðinni á sömu lögreglustöð í sömu erindagjörðum og kom akandi að lögreglustöðinni við Dalveg. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×