Innlent

Kýldur eftir að hafa sagt við mann að hann ætti að deyja úr krabbameini

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar. Var hann að auki dæmdur til þess að greiða brotaþola 100 þúsund krónur í miskabætur ásamt málskostnaði.

Líkamsárásin átti sér stað á milli jóla og nýárs á síðasta ári við verslunarhúsnæði á Túngötu á Akureyri. Í dómnum kemur fram að brotaþoli hefði átt í orðaskiptum við mann fyrir utan Café amour. Á ákærði að hafa sagt við manninn að hann ætti að deyja úr krabbameini. Kom það svo í ljós að maðurinn var í raun og veru með krabbamein en brotaþoli hafði ekki vitað af því.

Í kjölfarið kom til átaka og var talsverður fjöldi fólks á svæðinu sem ýmist tók þátt í stympingunum eða fylgdist með. Hinn ákærði var vinur krabbameinssjúka mannsins sem brotaþoli móðgaði við Café Amour en hann réðst á brotaþola með hnefahöggum þannig að hann hlaut glóðarauga.

Dómurinn taldi þrjátíu daga skilorðsbundna fangelsisvist hæfilega refsingu og tók til greina að brotaþoli lét afar óviðurkvæmileg orð falla við félaga ákærða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×